Sean Spicer sagður eiga von á nýrri stöðu innan Hvíta hússins Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:25 Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði. Vísir/AFP Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, mun taka við nýrri stöðu í Bandaríkjastjórn innan skamms. Fréttastofan Fox News segir þetta hafa komið fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag. Spicer mun því líklega ekki sjá mikið lengur um daglega fjölmiðlafundi Hvíta hússins. Hann er þess í stað sagður munu hafa yfirumsjón með samskiptum fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í nýja starfinu, sem Fox News segir stöðuhækkun, myndi Spicer því stjórna fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins auk annarra útibúa samskiptadeildarinnar. Eftirmaður Spicer hefur enn ekki verið ráðinn en talið er líklegt að Sarah Huckabee Sanders, sem starfað hefur sem staðgengill fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, hreppi stöðuna. Sean Spicer starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC). Hann hefur verið umdeildur í starfi sínu sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en í apríl síðastliðnum sagði hann á blaðamannafundi að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Þá er hann einnig þekktur fyrir að neyta tyggigúmmís í stórum stíl en í viðtali við Washington Post sagðist hann jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi. Donald Trump Tengdar fréttir Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34 Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, mun taka við nýrri stöðu í Bandaríkjastjórn innan skamms. Fréttastofan Fox News segir þetta hafa komið fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag. Spicer mun því líklega ekki sjá mikið lengur um daglega fjölmiðlafundi Hvíta hússins. Hann er þess í stað sagður munu hafa yfirumsjón með samskiptum fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í nýja starfinu, sem Fox News segir stöðuhækkun, myndi Spicer því stjórna fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins auk annarra útibúa samskiptadeildarinnar. Eftirmaður Spicer hefur enn ekki verið ráðinn en talið er líklegt að Sarah Huckabee Sanders, sem starfað hefur sem staðgengill fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, hreppi stöðuna. Sean Spicer starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC). Hann hefur verið umdeildur í starfi sínu sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en í apríl síðastliðnum sagði hann á blaðamannafundi að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Þá er hann einnig þekktur fyrir að neyta tyggigúmmís í stórum stíl en í viðtali við Washington Post sagðist hann jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi.
Donald Trump Tengdar fréttir Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34 Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34
Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58
Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47