Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun atli ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 15:21 Sean Spicer verður væntanlega áberandi á næstu árum. Vísir/AFP Sean Spicer, nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump á föstudag. Framganga Spicer hefur orðið til þess að hann er orðinn að eins konar netstjörnu þar sem grínast er undir kassamerkjunum #SpicersFacts og #SeanSays.Spicer mun í embætti sínu sem fjölmiðlafulltrúi Trump vera mest áberandi talsmaður Bandaríkjastjórnar þar sem búist er við að hann standi fyrir daglegum, sjónvörpuðum blaðamannafundum. Spicer hefur þó áður sagst vilja breyta því hvernig samskiptum fjölmiðla og Hvíta hússins er háttað. Hefur hann sagt að Trump muni halda blaðamannafundi, en vilji nýta tæknina til að „eiga samtal við bandarísku þjóðanna, ekki bara gegnum fjölmiðla“. Regarding the dishonest media, to quote Melania Trump, "When they go low, we go high." Period #SeanSpicerFacts pic.twitter.com/MsZnEyPfom— Sean Spicer Facts (@SeanSpicerFacts) January 22, 2017 Áður tekist á við neikvæða fjölmiðlaumfjöllun Spicer er 45 ára gamall en er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að því að takast á við neikvæða fjölmiðlaumfjöllun. Hann starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC) og hefur lengi gagnrýnt með hvaða hætti fjölmiðlar hafa fjallað um flokkinn og sjálfan Trump. Á heimasíðu Repúblikanaflokksins segir að Spicer hafi tekið við embætti samskiptastjóra RNC þegar flokkurinn átti í fjárhagskröggum og óorði hafði verið komið á flokkinn. Í frétt BBC segir að Spicer sé að stórum hluta eignað að tekist hafi að snúa við gengi flokksins. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að stórefla veru flokksins á samfélagsmiðlum, bregðast hratt við árásum á flokkinn, koma upp öflugu sjónvarpsteymi, og fjölga aðilum sem geta komið fram fyrir hönd einstakra frambjóðenda til að verja þá.Hefur gagnrýnt Trump Spicer hefur þó áður ekki hikað við að gagnrýna Trump. Eftir að Trump gagnrýndi öldungadeildarþingmanninn John McCain og dró stöðu hans sem stríðshetju í efa, sagði Spicer að það væri ekki liðið innan flokksins eða innan Bandaríkjanna að fara niðrandi orðum um þá sem hafa þjónað Bandaríkjunum með sæmd. Þá sagði Spicer ummæli Trump frá í júní 2015 um að mexíkóskir innflytjendur væru nauðgarar og glæpamenn ekki vera „málstaðnum til framdráttar“. Áður en Spicer gekk til liðs við skrifstofu Repúblikanaflokksins var hann í starfsliði stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta þar sem hann vann að því að auka fríverslun sem núverandi forseti hefur einmitt gagnrýnt harðlega og segir bitna á bandaríkum verkamönnum. BBC segir frá því að Spicer hafi verið trúr Trump í kosningabaráttunni þegar margir frammámenn innan Repúblikanaflokksins vildu lítið með Trump hafa.Vísir/AFPNeytir tyggigúmmís í stórum stíl Spicer kveðst neyta tyggigúmmís í stórum stíl og hefur í viðtali við Washington Post sagst jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi. Eiginkona Spicer, Rebecca er samskiptastjóri hjá Samtökum bjórheildsala, en starfaði áður innan Bush-stjórnarinnar og sem fréttamaður í sjónvarpi. Hann hlaut meistaragráðu í þjóðöryggis- og herfræðum frá Naval War College í Newport árið 2012 og hefur verið lýst sem afar áköfum og kappgjörnum manni. Í grein Washington Post er haft eftir ritstjóra nokkrum að barn hans hafi ítrekað farið að gráta þegar það hafi heyrt rödd Spicer, eftir fjölmörg símtöl þar sem Spicer hefur skammast í ritstjóranum. Í frétt BBC er einnig sagt frá fyrirlestri sem Sean Spicer flutti árið 2014 í gagnfræðiskólanum í Rhode Island þar sem hann áður stundaði nám. Greindi hann frá sautján lífsreglum sem gott væri að hafa að leiðarljósi. Sextánda reglan var: „Farðu að ráðum mömmu: Þetta snýst ekki um hvað þú segir, heldur hvernig þú segir það. Tónn og taktur orðanna skipta máli.“ Punktur.#spicerfacts Tweets Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Starfsmannastjóri og fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins halda því báðir fram að fjölmiðlar stundi "ósanngjarnar árásir“ gagnvart Donald Trump en ráðgjafi Trump finnst mikilvægt að starfslið Hvíta hússins komi öðrum "mögulegum staðreyndum“ út í umræðuna. 22. janúar 2017 21:40 Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samtökin CREW segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. 23. janúar 2017 14:00 Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir útspil fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og Donalds Trumps vera athyglisvert. 22. janúar 2017 00:08 Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Sean Spicer, nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump á föstudag. Framganga Spicer hefur orðið til þess að hann er orðinn að eins konar netstjörnu þar sem grínast er undir kassamerkjunum #SpicersFacts og #SeanSays.Spicer mun í embætti sínu sem fjölmiðlafulltrúi Trump vera mest áberandi talsmaður Bandaríkjastjórnar þar sem búist er við að hann standi fyrir daglegum, sjónvörpuðum blaðamannafundum. Spicer hefur þó áður sagst vilja breyta því hvernig samskiptum fjölmiðla og Hvíta hússins er háttað. Hefur hann sagt að Trump muni halda blaðamannafundi, en vilji nýta tæknina til að „eiga samtal við bandarísku þjóðanna, ekki bara gegnum fjölmiðla“. Regarding the dishonest media, to quote Melania Trump, "When they go low, we go high." Period #SeanSpicerFacts pic.twitter.com/MsZnEyPfom— Sean Spicer Facts (@SeanSpicerFacts) January 22, 2017 Áður tekist á við neikvæða fjölmiðlaumfjöllun Spicer er 45 ára gamall en er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að því að takast á við neikvæða fjölmiðlaumfjöllun. Hann starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC) og hefur lengi gagnrýnt með hvaða hætti fjölmiðlar hafa fjallað um flokkinn og sjálfan Trump. Á heimasíðu Repúblikanaflokksins segir að Spicer hafi tekið við embætti samskiptastjóra RNC þegar flokkurinn átti í fjárhagskröggum og óorði hafði verið komið á flokkinn. Í frétt BBC segir að Spicer sé að stórum hluta eignað að tekist hafi að snúa við gengi flokksins. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að stórefla veru flokksins á samfélagsmiðlum, bregðast hratt við árásum á flokkinn, koma upp öflugu sjónvarpsteymi, og fjölga aðilum sem geta komið fram fyrir hönd einstakra frambjóðenda til að verja þá.Hefur gagnrýnt Trump Spicer hefur þó áður ekki hikað við að gagnrýna Trump. Eftir að Trump gagnrýndi öldungadeildarþingmanninn John McCain og dró stöðu hans sem stríðshetju í efa, sagði Spicer að það væri ekki liðið innan flokksins eða innan Bandaríkjanna að fara niðrandi orðum um þá sem hafa þjónað Bandaríkjunum með sæmd. Þá sagði Spicer ummæli Trump frá í júní 2015 um að mexíkóskir innflytjendur væru nauðgarar og glæpamenn ekki vera „málstaðnum til framdráttar“. Áður en Spicer gekk til liðs við skrifstofu Repúblikanaflokksins var hann í starfsliði stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta þar sem hann vann að því að auka fríverslun sem núverandi forseti hefur einmitt gagnrýnt harðlega og segir bitna á bandaríkum verkamönnum. BBC segir frá því að Spicer hafi verið trúr Trump í kosningabaráttunni þegar margir frammámenn innan Repúblikanaflokksins vildu lítið með Trump hafa.Vísir/AFPNeytir tyggigúmmís í stórum stíl Spicer kveðst neyta tyggigúmmís í stórum stíl og hefur í viðtali við Washington Post sagst jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi. Eiginkona Spicer, Rebecca er samskiptastjóri hjá Samtökum bjórheildsala, en starfaði áður innan Bush-stjórnarinnar og sem fréttamaður í sjónvarpi. Hann hlaut meistaragráðu í þjóðöryggis- og herfræðum frá Naval War College í Newport árið 2012 og hefur verið lýst sem afar áköfum og kappgjörnum manni. Í grein Washington Post er haft eftir ritstjóra nokkrum að barn hans hafi ítrekað farið að gráta þegar það hafi heyrt rödd Spicer, eftir fjölmörg símtöl þar sem Spicer hefur skammast í ritstjóranum. Í frétt BBC er einnig sagt frá fyrirlestri sem Sean Spicer flutti árið 2014 í gagnfræðiskólanum í Rhode Island þar sem hann áður stundaði nám. Greindi hann frá sautján lífsreglum sem gott væri að hafa að leiðarljósi. Sextánda reglan var: „Farðu að ráðum mömmu: Þetta snýst ekki um hvað þú segir, heldur hvernig þú segir það. Tónn og taktur orðanna skipta máli.“ Punktur.#spicerfacts Tweets
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Starfsmannastjóri og fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins halda því báðir fram að fjölmiðlar stundi "ósanngjarnar árásir“ gagnvart Donald Trump en ráðgjafi Trump finnst mikilvægt að starfslið Hvíta hússins komi öðrum "mögulegum staðreyndum“ út í umræðuna. 22. janúar 2017 21:40 Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samtökin CREW segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. 23. janúar 2017 14:00 Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir útspil fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og Donalds Trumps vera athyglisvert. 22. janúar 2017 00:08 Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Starfsmannastjóri og fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins halda því báðir fram að fjölmiðlar stundi "ósanngjarnar árásir“ gagnvart Donald Trump en ráðgjafi Trump finnst mikilvægt að starfslið Hvíta hússins komi öðrum "mögulegum staðreyndum“ út í umræðuna. 22. janúar 2017 21:40
Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samtökin CREW segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. 23. janúar 2017 14:00
Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir útspil fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og Donalds Trumps vera athyglisvert. 22. janúar 2017 00:08
Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54