Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 19:58 Sean Spicer virðist hafa gleymt því í dag, að Hitler notaði vissulega efnavopn gagnvart saklausum borgurum. Vísir/EPA Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur vakið athygli með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda talsmenn Hvíta hússins ekki þekktir fyrir að verja Adolf Hitler, einræðisherrann alræmda, né heldur fyrir að gera lítið úr og gleyma þjáningum þeirra milljóna gyðinga sem dóu vegna efnavopna í síðari heimsstyrjöldinni. Spicer virðist hafa þótt mikilvægt að benda á hve hræðilegur Assad væri raunverulega með líkingunni.„Hitler sökk ekki einu sinni svo lágt að nota efnavopn.“ Áhugamenn um sagnfræði vita flestir að ummæli Spicer, eru eins furðuleg og þau eru kolröng, en alkunna er að nasistar notuðu eiturgas í miklum mæli til að myrða saklaust fólk og þá sérstaklega gyðinga, en sex milljónir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum þeirra. Blaðamönnum á fundinum þóttu ummæli Spicer, enda furðuleg og þegar hann var spurður nánar út í hvað hann hefði nákvæmlega meint með ummælum sínum, svaraði Spicer:„Þegar þú ert kominn út í sarín gas, þá er ekki.....hann var ekki að nota gas gegn sínu eigin fólki á sama hátt og Assad. Hann notaði þau í útrýmingarmiðstöðvum, ég skil það. En það sem ég meina er að benda á að sú aðferð sem Assad beitir til að nota gasið, hvernig hann sleppir gasinu lausu í bæjum, er öðruvísi....ég ætlaði ekki að segja að Hitler hefði ekki notað gas.“ Í fréttaskýringum bandarískra fjölmiðla eru þessi ummæli og þessi leiðrétting Spicer rekin ofan í hann, en nasistar notuðust ekki einungis við slíkar útrýmingabúðir, eða það sem Spicer kallar „miðstöðvar,“ heldur notuðu nasistar einnig sérstaka bíla, sem nýttir voru til þess að myrða fólk með eiturgasi og það í þeirra eigin bæjarfélögum. Í sömu umfjöllunum er Spicer harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og mörgum þótt sem hann hafi gert lítið úr þjáningum þeirra milljóna gyðinga, sem létu lífið í helförinni vegna efnavopnabeitingu nasista. Spicer gaf út tilkynningu síðar í dag vegna málsins, þar sem hann harmaði ummæli sín og sagðist á „engan hátt hafa ætlað að gera lítið úr fórnarlömbum helfararinnar.“NEW: a second clarification from the @presssec on Assad/Hitler comparison: pic.twitter.com/IU8OA5jFAb— Hallie Jackson (@HallieJackson) April 11, 2017 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur vakið athygli með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda talsmenn Hvíta hússins ekki þekktir fyrir að verja Adolf Hitler, einræðisherrann alræmda, né heldur fyrir að gera lítið úr og gleyma þjáningum þeirra milljóna gyðinga sem dóu vegna efnavopna í síðari heimsstyrjöldinni. Spicer virðist hafa þótt mikilvægt að benda á hve hræðilegur Assad væri raunverulega með líkingunni.„Hitler sökk ekki einu sinni svo lágt að nota efnavopn.“ Áhugamenn um sagnfræði vita flestir að ummæli Spicer, eru eins furðuleg og þau eru kolröng, en alkunna er að nasistar notuðu eiturgas í miklum mæli til að myrða saklaust fólk og þá sérstaklega gyðinga, en sex milljónir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum þeirra. Blaðamönnum á fundinum þóttu ummæli Spicer, enda furðuleg og þegar hann var spurður nánar út í hvað hann hefði nákvæmlega meint með ummælum sínum, svaraði Spicer:„Þegar þú ert kominn út í sarín gas, þá er ekki.....hann var ekki að nota gas gegn sínu eigin fólki á sama hátt og Assad. Hann notaði þau í útrýmingarmiðstöðvum, ég skil það. En það sem ég meina er að benda á að sú aðferð sem Assad beitir til að nota gasið, hvernig hann sleppir gasinu lausu í bæjum, er öðruvísi....ég ætlaði ekki að segja að Hitler hefði ekki notað gas.“ Í fréttaskýringum bandarískra fjölmiðla eru þessi ummæli og þessi leiðrétting Spicer rekin ofan í hann, en nasistar notuðust ekki einungis við slíkar útrýmingabúðir, eða það sem Spicer kallar „miðstöðvar,“ heldur notuðu nasistar einnig sérstaka bíla, sem nýttir voru til þess að myrða fólk með eiturgasi og það í þeirra eigin bæjarfélögum. Í sömu umfjöllunum er Spicer harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og mörgum þótt sem hann hafi gert lítið úr þjáningum þeirra milljóna gyðinga, sem létu lífið í helförinni vegna efnavopnabeitingu nasista. Spicer gaf út tilkynningu síðar í dag vegna málsins, þar sem hann harmaði ummæli sín og sagðist á „engan hátt hafa ætlað að gera lítið úr fórnarlömbum helfararinnar.“NEW: a second clarification from the @presssec on Assad/Hitler comparison: pic.twitter.com/IU8OA5jFAb— Hallie Jackson (@HallieJackson) April 11, 2017
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira