Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2017 09:48 Vísindamenn segja að sprungan í Larsen C-íshellunni hafi stækkað gríðarlega á skömmum tíma. Vísir/EPA Sprunga í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu sem vísindamenn hafa haft góðar gætur á undanfarið hefur stækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Útlit er fyrir að risavaxinn jaki úr íshellunni sé við það að brotna frá henni.Gervihnattamælingar benda til þess að sprungan hafi vaxið um tæpa 18 kílómetra frá 25. til 31. maí. Hún á nú aðeins tæpa 13 kílómetra eftir þangað til hún klífur borgarísjaka sem er um fimmfalt stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli. Sprungan er nú um 200 kílómetra löng.Hraðar því að jöklar gangi fram í sjóBrotni ísjakinn risavaxni af tapar Larsen C-íshellan um 10% af flatarmáli sínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærilegir atburður hafa átt sér stað á Larsen A og B íshellunum sem leiddu á endanum til þess að þær brotnuðu algerlega upp. Sömu örlög gætu beðið Larsen C. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að sjávarmál hækki ekki ef ísjakinn brotnar frá hellunni þar sem hann flýtur þegar í sjónum. Ístap af þessu tagi leiði hins vegar til þess að jöklar Suðurskautslandsins gangi hraðar fram í sjó. Tíðindin koma á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist búa sig undir að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að reyna að draga úr og stöðva loftslagsbreytingarnar sem valda meðal annars bráðnun íshettanna á jörðinni.Staðsetning sprungunnar í Larsen C-íshellunni.Kort/Project MIDAS Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Sprunga í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu sem vísindamenn hafa haft góðar gætur á undanfarið hefur stækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Útlit er fyrir að risavaxinn jaki úr íshellunni sé við það að brotna frá henni.Gervihnattamælingar benda til þess að sprungan hafi vaxið um tæpa 18 kílómetra frá 25. til 31. maí. Hún á nú aðeins tæpa 13 kílómetra eftir þangað til hún klífur borgarísjaka sem er um fimmfalt stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli. Sprungan er nú um 200 kílómetra löng.Hraðar því að jöklar gangi fram í sjóBrotni ísjakinn risavaxni af tapar Larsen C-íshellan um 10% af flatarmáli sínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærilegir atburður hafa átt sér stað á Larsen A og B íshellunum sem leiddu á endanum til þess að þær brotnuðu algerlega upp. Sömu örlög gætu beðið Larsen C. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að sjávarmál hækki ekki ef ísjakinn brotnar frá hellunni þar sem hann flýtur þegar í sjónum. Ístap af þessu tagi leiði hins vegar til þess að jöklar Suðurskautslandsins gangi hraðar fram í sjó. Tíðindin koma á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist búa sig undir að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að reyna að draga úr og stöðva loftslagsbreytingarnar sem valda meðal annars bráðnun íshettanna á jörðinni.Staðsetning sprungunnar í Larsen C-íshellunni.Kort/Project MIDAS
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00