„Kyngdi ælunni“ í þágu mikilvægra hagsmuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 10:28 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Stefán Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“ Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“
Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15
Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51