Beint lýðræði í menntamálum Halldór Auðar Svansson og Þórlaug Ágústsdóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rökrætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverfið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þessari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórnsýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata. Þórlaug Ágústsdóttir er fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Auðar Svansson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rökrætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverfið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þessari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórnsýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata. Þórlaug Ágústsdóttir er fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar