Benedikt: Fyrstur til að viðurkenna hnökra á fjármálaáætluninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 13:40 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni. Alþingi Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni.
Alþingi Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira