Körfubolti

Strákarnir völtuðu yfir San Marinó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristófer var sterkur í dag.
Kristófer var sterkur í dag. mynd/kkí
Karlalandsliðið í körfuknattleik er komið á blað á Smáþjóðaleikunum í San Marínó.

Okkar menn pökkuðu heimamönnum saman, 53-95, í dag. Þeir töpuðu fyrir Kýpur í gær.

Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig og Kristófer Acox kom þar næstur á eftir með 13 stig. Tryggvi tók líka tíu fráköst.

Jón Axel Guðmundsson skilaði ellefu stigum í dag og Kári Jónsson skoraði tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×