Tölvuleikir skáka tónlistinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á einungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V.Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tónlistar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir?Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðlilega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjanlegt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættanlegar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvuleikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgefenda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambærilegum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á framfæri í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan.Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á einungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V.Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tónlistar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir?Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðlilega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjanlegt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættanlegar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvuleikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgefenda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambærilegum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á framfæri í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan.Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar