Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 25. apríl 2017 09:00 Fjölnismenn fagna marki síðasta sumar. vísir/hanna Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Fjölni 6. sæti Pepsi-deildarinnar í ár sem er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði á síðasta ári. Fjölnismenn náðu sínum besta árangri frá upphafi síðasta sumar þegar þeir náðu fjórða sætinu með 37 stigum en því miður fyrir þá misstu þeir af Evrópusæti á lokametrunum. Þjálfari Fjölnis er Ágúst Gylfason sem hefur náð ótrúlegum árangri með Fjölnisliðið á undanförnum árum. Sama hversu oft Grafarvogsstrákarnir eru afskrifaðir bætir Ágúst bara í og var með liðið í Evrópubaráttu allt síðasta sumar. Ágúst kom Fjölni upp um deild og er búið að gera það að stöðugu úrvalsdeildarliði. Mögulegt byrjunarliðFjölnismenn fá enga draumabyrjun í Pepsi-deildinni þetta sumarið. Þrír af fyrstu fimm leikjum liðsins eru á útivelli en þeir þurfa að fara á Hásteinsvöll, í Krikann og verða fyrstu gestir KA í efstu deild í þrettán ár. Heimaleikirnir eru heldur ekkert grín því þangað mæta Blikar fyrst og svo Stjarnan. Það er alltaf mjög erfitt að fara til Eyja og svo mætir lið sem ætlar sér að minnsta kosti í Evrópubaráttu í heimsókn í fyrsta heimaleik. Fjölnisliðið er svolítið breytt og kemur veikara til leiks í ár þannig ef Ágúst nær ekki að stilla strengina í byrjun móts gæti farið illa fyrsta mánuðinn.30. apr: ÍBV – Fjölnir, Hásteinsvöllur8. maí: Fjölnir – Breiðablik, Extra-völlurinn14. maí: KA – Fjölnir, Akureyrarvöllur22. maí: FH – Fjölnir, Kaplakriki28. maí: Fjölnir – Stjarnan, Extra-völlurinn Þrír sem Fjölnir treystir áÞórður Ingason, Hans VIktor Guðmundsson og Þórir Guðjónsson.vísir/hanna/anton brinkÞórður Ingason: Hann er einn af bestu markvörðum Pepsi-deildarinnar en sterk vörn og frammistaða Þórðar átti stóran þátt í velgengni liðsins á síðustu leiktíð. Fjölnisliðið fékk aðeins á sig 25 mörk og varði Þórður oft á tíðum frábærlega. Markvörðurinn öflugi var meiddur lengi framan af vetri en er kominn í gang. Hann þarf að eiga annað eins tímabil og í fyrra ef ekki betra þar sem lykilmenn eru farnir úr vörninni.Hans Viktor Guðmundsson: Það er mikil ábyrgð sett á þennan tvítuga miðvörð sem kom eins og stormsveipur inn í vörnina hjá Fjölni á síðustu leiktíð. Hann naut sín við hliðina á Daniel Ivanovski og Tobias Salquist sem eru báðir farnir. Viðar Ari Jónsson er einnig farinn í atvinnumennsku þannig kvarnast hefur úr varnarlínu Fjölnis svo um munar. Hans Viktor hefur alla burði til að taka yfir í vörninni og vera leiðtoginn sem liðið þarf en hann er fyrirliði liðsins.Þórir Guðjónsson: Rauða þruman í framlínunni er búinn að vera einn af skæðustu sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö ár eftir að hann jafnaði sig á erfiðum meiðslum. Þórir skoraði sjö mörk í fyrra og sjö mörk þar áður fyrir utan það sem hann skapar fyrir liðið. Fjölnisliðið skoraði 42 mörk í fyrra en Þórir þarf líklega að rjúfa múrinn sem er að skora tíu mörk er fyrir sína menn í sumar ætli þeir að eiga svipaða leiktíð og í fyrra.Nýstirnið Ægir Jarl Jónasson er 19 ára gamall sóknartengiliður sem spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Fjölni sumarið 2015. Hann á 17 leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni, þar af fjórtán í fyrra, en alla sem varamaður. Ægir hefur æft gríðarlega vel í vetur og kemur til leiks í svakalegu formi. Hann er ótrúlega sterkur á boltann með mikla yfirsýn og góðar sendingar. Þar sem lykilmenn eru farnir frá Fjölni gæti hlutverk Ægis verið töluvert stærra en upphaflega var ætlað fyrir sumarið og nú er það hans að nýta það. MarkaðurinnFjölnir missti bæði leikmann og aðstoðarþjálfara þegar Ólafur Páll fór í FH.vísir/anton brinkKomnir: Bojan Stefán Ljubicic frá Keflavík Igor Taskovic frá Víkingi R. Ivaca Dzolan frá KróatíuFarnir: Daniel Ivanovski Guðmundur Karl Guðmundsson í FH Guðmundur Böðvar Guðjónsson í ÍA Martin Lund Pedersen í Breiðablik Ólafur Páll Snorrason í FH Tobias Salquist (Var í láni) Viðar Ari Jónsson í Brann Fjölnir er líklega það lið sem hefur farið allra verst út úr leikmannamarkaðnum í vetur. Gæðin sem eru farin út úr liðinu eru töluvert meiri en eru komin inn. Þrír af allra bestu mönnum liðsins eru farnir; varnarmennirnir Tobas Salquist og Viðar Ari Jónsson. Þá er Martin Lund Pedersen, sem skoraði tíu mörk og lagði upp fimm á síðustu leiktíð, farinn í Breiðablik. Ólafur Páll Snorrason gerðist aðstoðarþjálfari FH og fyrirliðinn Guðmundur Karl Gunnarsson fylgdi sömu leið. Á móti eru komnir Igor Taskovic sem var lélegur með Víkingi í fyrra og virðist alveg búinn og Bojan Stefán Ljubicic sem hefur ekki verið í lykilhlutverki hjá Keflavík undanfarin ár. Ivaca Dzolan er svo nýliði í Pepsi-deildinni en honum eru ætlaðir stórir hlutir. Í staðinn fyrir að fá marga nýja leikmenn til liðsins ætlar Ágúst Gylfason að treysta á unga og mjög efnilega leikmenn Fjölnisliðsins sem margir hverjir eru unglingalandsliðsmenn. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjetur„Í fyrra átti Fjölnir sína bestu leiktíð frá upphafi. Liðið virtist geta skorað að vild. En nú eru margir bestu leikmenn liðsins frá því í fyrra farnir - Martin Lund Pedersen, Tobias Salquist, Viðar Ari Jónsson og Guðmundur Karl Guðmundsson,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna. „En Fjölnismenn þekkja það vel að mæta til leiks með mikið breytt lið. Það er ekki ný staða fyrir þá. Þó kæmi mér ekki á óvart ef að Fjölnir myndi að þessu sinni lenda í vandræðum og reikna ég með Fjölinsmönnum í neðri hluta deildarinnar.“ Hann segir að Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, hafi margsinnis náð að gera vel úr sínu í Grafarvoginum. „Hann er búinn að sanna sig sem þjálfari og hefur komið á stöðugleika í Fjölni. Alltaf hefur honum tekist að búa til nýjar stjörnur í Fjölni þegar hinar, sem hann bjó til, eru farnir.“ Að lokumÁgúst Gylfason er búinn að vinna frábært starf í Grafarvogi.vísir/ernirÞað sem við vitum um Fjölni er ... að liðið kemur veikara til leiks í ár heldur en í fyrra. Fjölnismenn voru nánast með alla rétta í útlendingalóttóinu í fyrra og náðu sínum besta árangri í langan tíma. Núna er liðið búið að missa mikið af sterkum mönnum og ætlar að treysta á sína stráka. Það er alveg ástæða fyrir Fjölnismenn að vera svolítið svartsýna en samt ekki því þjálfarinn Ágúst Gylfason hefur náð mögnuðum árangri sama hvernig hópurinn hefur verið saman settur.Spurningamerkin eru ... varnarleikurinn til að byrja með. Liðið er búið að missa þrjá frábæra varnarmenn og fyrirliðinn er tvítugur. Fjölnisliðið fékk aðeins eitt mark á sig í Reykjavíkurmótinu og það var sjálfsmark en síðan fór að halla undanfæti í Lengjubikarnum þar sem Fjölnir fékk á sig fjórtán mörk í fimm leikjum og vann aðeins einn. Munu ungu strákarnir ná upp stöðugleika og skila þeim mörkum sem Martin Lund Pedersen skilur eftir sig.Gunnar Már Guðmundsson er reyndasti leikmaður Fjölnis.vísir/hannaÍ besta falli: Sýnir Ágúst Gylfason enn og aftur að hann er einhver allra klókasti þjálfari deildarinnar og treður hinum víðfræga sokki upp í efasemdarmenn. Samstaðan verður mikil og varnarleikurinn heldur áfram að vera sterkur. Það ætti ekki að vera raunhæft fyrir Fjölni að gera atlögu að Evrópusæti en að enda í efri helmingnum er möguleiki.Í versta falli: Kemur í ljós að Fjölnisliðið hefur einfaldlega misst of góða leikmenn. Ágústi gengur illa að finna liðið sitt í byrjun móts þar sem það á mjög erfiða leiki og stigasöfnun gæti verið slæm í maí. Fjölnisliðið er aldrei að fara að falla, gleymið því, en það gæti gælt við fallbaráttu framan af sumri ef allt fer á versta veg. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Fjölni 6. sæti Pepsi-deildarinnar í ár sem er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði á síðasta ári. Fjölnismenn náðu sínum besta árangri frá upphafi síðasta sumar þegar þeir náðu fjórða sætinu með 37 stigum en því miður fyrir þá misstu þeir af Evrópusæti á lokametrunum. Þjálfari Fjölnis er Ágúst Gylfason sem hefur náð ótrúlegum árangri með Fjölnisliðið á undanförnum árum. Sama hversu oft Grafarvogsstrákarnir eru afskrifaðir bætir Ágúst bara í og var með liðið í Evrópubaráttu allt síðasta sumar. Ágúst kom Fjölni upp um deild og er búið að gera það að stöðugu úrvalsdeildarliði. Mögulegt byrjunarliðFjölnismenn fá enga draumabyrjun í Pepsi-deildinni þetta sumarið. Þrír af fyrstu fimm leikjum liðsins eru á útivelli en þeir þurfa að fara á Hásteinsvöll, í Krikann og verða fyrstu gestir KA í efstu deild í þrettán ár. Heimaleikirnir eru heldur ekkert grín því þangað mæta Blikar fyrst og svo Stjarnan. Það er alltaf mjög erfitt að fara til Eyja og svo mætir lið sem ætlar sér að minnsta kosti í Evrópubaráttu í heimsókn í fyrsta heimaleik. Fjölnisliðið er svolítið breytt og kemur veikara til leiks í ár þannig ef Ágúst nær ekki að stilla strengina í byrjun móts gæti farið illa fyrsta mánuðinn.30. apr: ÍBV – Fjölnir, Hásteinsvöllur8. maí: Fjölnir – Breiðablik, Extra-völlurinn14. maí: KA – Fjölnir, Akureyrarvöllur22. maí: FH – Fjölnir, Kaplakriki28. maí: Fjölnir – Stjarnan, Extra-völlurinn Þrír sem Fjölnir treystir áÞórður Ingason, Hans VIktor Guðmundsson og Þórir Guðjónsson.vísir/hanna/anton brinkÞórður Ingason: Hann er einn af bestu markvörðum Pepsi-deildarinnar en sterk vörn og frammistaða Þórðar átti stóran þátt í velgengni liðsins á síðustu leiktíð. Fjölnisliðið fékk aðeins á sig 25 mörk og varði Þórður oft á tíðum frábærlega. Markvörðurinn öflugi var meiddur lengi framan af vetri en er kominn í gang. Hann þarf að eiga annað eins tímabil og í fyrra ef ekki betra þar sem lykilmenn eru farnir úr vörninni.Hans Viktor Guðmundsson: Það er mikil ábyrgð sett á þennan tvítuga miðvörð sem kom eins og stormsveipur inn í vörnina hjá Fjölni á síðustu leiktíð. Hann naut sín við hliðina á Daniel Ivanovski og Tobias Salquist sem eru báðir farnir. Viðar Ari Jónsson er einnig farinn í atvinnumennsku þannig kvarnast hefur úr varnarlínu Fjölnis svo um munar. Hans Viktor hefur alla burði til að taka yfir í vörninni og vera leiðtoginn sem liðið þarf en hann er fyrirliði liðsins.Þórir Guðjónsson: Rauða þruman í framlínunni er búinn að vera einn af skæðustu sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö ár eftir að hann jafnaði sig á erfiðum meiðslum. Þórir skoraði sjö mörk í fyrra og sjö mörk þar áður fyrir utan það sem hann skapar fyrir liðið. Fjölnisliðið skoraði 42 mörk í fyrra en Þórir þarf líklega að rjúfa múrinn sem er að skora tíu mörk er fyrir sína menn í sumar ætli þeir að eiga svipaða leiktíð og í fyrra.Nýstirnið Ægir Jarl Jónasson er 19 ára gamall sóknartengiliður sem spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Fjölni sumarið 2015. Hann á 17 leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni, þar af fjórtán í fyrra, en alla sem varamaður. Ægir hefur æft gríðarlega vel í vetur og kemur til leiks í svakalegu formi. Hann er ótrúlega sterkur á boltann með mikla yfirsýn og góðar sendingar. Þar sem lykilmenn eru farnir frá Fjölni gæti hlutverk Ægis verið töluvert stærra en upphaflega var ætlað fyrir sumarið og nú er það hans að nýta það. MarkaðurinnFjölnir missti bæði leikmann og aðstoðarþjálfara þegar Ólafur Páll fór í FH.vísir/anton brinkKomnir: Bojan Stefán Ljubicic frá Keflavík Igor Taskovic frá Víkingi R. Ivaca Dzolan frá KróatíuFarnir: Daniel Ivanovski Guðmundur Karl Guðmundsson í FH Guðmundur Böðvar Guðjónsson í ÍA Martin Lund Pedersen í Breiðablik Ólafur Páll Snorrason í FH Tobias Salquist (Var í láni) Viðar Ari Jónsson í Brann Fjölnir er líklega það lið sem hefur farið allra verst út úr leikmannamarkaðnum í vetur. Gæðin sem eru farin út úr liðinu eru töluvert meiri en eru komin inn. Þrír af allra bestu mönnum liðsins eru farnir; varnarmennirnir Tobas Salquist og Viðar Ari Jónsson. Þá er Martin Lund Pedersen, sem skoraði tíu mörk og lagði upp fimm á síðustu leiktíð, farinn í Breiðablik. Ólafur Páll Snorrason gerðist aðstoðarþjálfari FH og fyrirliðinn Guðmundur Karl Gunnarsson fylgdi sömu leið. Á móti eru komnir Igor Taskovic sem var lélegur með Víkingi í fyrra og virðist alveg búinn og Bojan Stefán Ljubicic sem hefur ekki verið í lykilhlutverki hjá Keflavík undanfarin ár. Ivaca Dzolan er svo nýliði í Pepsi-deildinni en honum eru ætlaðir stórir hlutir. Í staðinn fyrir að fá marga nýja leikmenn til liðsins ætlar Ágúst Gylfason að treysta á unga og mjög efnilega leikmenn Fjölnisliðsins sem margir hverjir eru unglingalandsliðsmenn. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjetur„Í fyrra átti Fjölnir sína bestu leiktíð frá upphafi. Liðið virtist geta skorað að vild. En nú eru margir bestu leikmenn liðsins frá því í fyrra farnir - Martin Lund Pedersen, Tobias Salquist, Viðar Ari Jónsson og Guðmundur Karl Guðmundsson,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna. „En Fjölnismenn þekkja það vel að mæta til leiks með mikið breytt lið. Það er ekki ný staða fyrir þá. Þó kæmi mér ekki á óvart ef að Fjölnir myndi að þessu sinni lenda í vandræðum og reikna ég með Fjölinsmönnum í neðri hluta deildarinnar.“ Hann segir að Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, hafi margsinnis náð að gera vel úr sínu í Grafarvoginum. „Hann er búinn að sanna sig sem þjálfari og hefur komið á stöðugleika í Fjölni. Alltaf hefur honum tekist að búa til nýjar stjörnur í Fjölni þegar hinar, sem hann bjó til, eru farnir.“ Að lokumÁgúst Gylfason er búinn að vinna frábært starf í Grafarvogi.vísir/ernirÞað sem við vitum um Fjölni er ... að liðið kemur veikara til leiks í ár heldur en í fyrra. Fjölnismenn voru nánast með alla rétta í útlendingalóttóinu í fyrra og náðu sínum besta árangri í langan tíma. Núna er liðið búið að missa mikið af sterkum mönnum og ætlar að treysta á sína stráka. Það er alveg ástæða fyrir Fjölnismenn að vera svolítið svartsýna en samt ekki því þjálfarinn Ágúst Gylfason hefur náð mögnuðum árangri sama hvernig hópurinn hefur verið saman settur.Spurningamerkin eru ... varnarleikurinn til að byrja með. Liðið er búið að missa þrjá frábæra varnarmenn og fyrirliðinn er tvítugur. Fjölnisliðið fékk aðeins eitt mark á sig í Reykjavíkurmótinu og það var sjálfsmark en síðan fór að halla undanfæti í Lengjubikarnum þar sem Fjölnir fékk á sig fjórtán mörk í fimm leikjum og vann aðeins einn. Munu ungu strákarnir ná upp stöðugleika og skila þeim mörkum sem Martin Lund Pedersen skilur eftir sig.Gunnar Már Guðmundsson er reyndasti leikmaður Fjölnis.vísir/hannaÍ besta falli: Sýnir Ágúst Gylfason enn og aftur að hann er einhver allra klókasti þjálfari deildarinnar og treður hinum víðfræga sokki upp í efasemdarmenn. Samstaðan verður mikil og varnarleikurinn heldur áfram að vera sterkur. Það ætti ekki að vera raunhæft fyrir Fjölni að gera atlögu að Evrópusæti en að enda í efri helmingnum er möguleiki.Í versta falli: Kemur í ljós að Fjölnisliðið hefur einfaldlega misst of góða leikmenn. Ágústi gengur illa að finna liðið sitt í byrjun móts þar sem það á mjög erfiða leiki og stigasöfnun gæti verið slæm í maí. Fjölnisliðið er aldrei að fara að falla, gleymið því, en það gæti gælt við fallbaráttu framan af sumri ef allt fer á versta veg.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00