„Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 22:02 Rúnar Ingi Erlingsson sá sína menn klikka á prófinu á heimavelli í kvöld. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ósáttur með tap liðsins gegn ÍR nú í kvöld. Liðið hafði fína forystu í hálfleik en glutraði henni niður í seinni hálfleiknum. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira