Hinir vammlausu á Kalkofnsvegi Baldvin Þorsteinsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar