Pepsi-spáin 2017: Valur hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 28. apríl 2017 09:00 Valsmenn eru bikarmeistarar. vísir/hafliði breiðfjörð Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Val 3. sæti sem er tveimur sætum ofar en liðið hefur endað undanfarin tvö ár. Valsmenn unnu sinn 20. Íslandsmeistaratitil árið 2007 en hafa ekki verið nálægt því að vinna þann stóran síðan. Liðið hefur orðið bikarmeistari undanfarin tvö ár og gefið eftir í toppbaráttunni í kjölfarið í bæði skiptin. Þjálfari Vals er Ólafur Jóhannesson en hann og Sigurbjörn Hreiðarsson eru nú á þriðja ári með liðið. Smiðurinn úr Hafnarfirði hefur minnt á sig sem einn af allra bestu félagsliðaþjálfurum seinni tíma á Íslandi með því að rífa Valsliðið upp úr ákveðinni meðalmennsku og vinna bikarinn tvö ár í röð. Ólafur gerði FH að meisturum þrjú ár í röð frá 2004-2006 áður en hann var svo ráðinn landsliðsþjálfari. Mögulegt byrjunarliðvísirHún er ansi svört og hvít dagskráin hjá Valsmönnum í fyrstu fimm umferðunum. Þar er bland af leikjum sem Valsmenn telja sig eiga að vinna og þurfa að vinna og svo stórleikjum. Ætli Valsmenn að taka þátt í toppbaráttunni fyrir alvöru þurfa þeir að vinna fyrstu tvo leikina á móti Ólsurum og Skagamönnum sem gætu bæði barist við fallsvæðið. Eftir það taka við tveir stórleikir á móti FH og KR en þeir eru þó báðir á heimavelli. Valur vann KR á heimavelli í fyrra en tapaði fyrir FH. Eftir stórleikina er svo leikur á móti nýliðum Grindavíkur þannig Hlíðarendapiltar vonast eftir því að vera með 10-12 stig eftir fyrstu fimm ef allt gengur upp.30. apr: Valur – Víkingur Ó., Valsvöllur08. maí: ÍA – Valur, Norðurálsvöllurinn15. maí: Valur – FH, Valsvöllur22. maí: Valur – KR, Valsvöllur28. maí: Grindavík – Valur, Grindavíkurvöllur Þrír sem Valur treystir áOrri Sigurður Ómarsson, Haukur Páll Sigurðsson og Sigurður Egill Lárussonvísir/pjeturOrri Sigurður Ómarsson: Miðvörðurinn magnaði hefur verið einn sá besti í deildinni síðan hann sneri heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum síðan. Þessi 22 ára gamli strákur er á barmi atvinnumennskunnar en hann fór til reynslu nokkrum sinnum í vetur og var kallaður í A-landsliðið. Hann sér atvinnumennskuna í hyllingum og ætti að spila sinn allra besta fótbolta í sumar. Valsvörnin fækkaði mörkunum úr 31 í 28 á milli ár og nú þarf að gera betur. Haukur Páll Sigurðsson: Fyrirliði Valsmanna er einn mesti leiðtoginn og karakterinn í deildinni. „Þetta er leikmaður sem ég myndi alltaf taka með mér í stríð,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, um Hauk Pál þegar hann var á sinni fyrstu leiktíð eftir skiptin frá Þrótti. Haukur er ódrepandi vinnuhestur á miðjunni og mögulega besti leikmaður deildarinnar í skallaeinvígum. Hann á það til að meiðast svolítið mikið en Valsmenn þurfa að hafa hann inn á vellinum. Sigurður Egill Lárusson: Kantmaðurinn öflugi virðist ætla að taka Pepsi-sumarið með trompi en hann hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu og skoraði t.a.m. sjö mörk í fimm leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Hann var kallaður inn í landsliðið í vetur og fór á reynslu til Tékklands. Sigurður Egill er fæddur árið 1992 þannig atvinnumannaglugginn fer að lokast hægt og bítandi. Hann vill spreyta sig úti og mun gera allt hvað hann getur í sumar þannig sá draumur verði að veruleika.Nýstirnið Valsmenn hafa ekki verið mikið í því að nota unga leikmenn á síðustu árum, allavega ekki eftir að Ólafur Jóhannesson tók við. Anton Ari Einarsson, 23 ára gamall aðalmarkvörður liðsins, fékk eldskírn sína í fyrra þegar hann kom inn fyrir Ingvar Þór Kale í 3. umferð og leit ekki um öxl. Hann mun verja markið í sumar og gæti skotist upp á stjörnuhimininn. Sveinn Aron Guðjohnsen, 19 ára gamall sóknarmaður, kom frá HK á miðju tímabili í fyrra og var í aukahlutverki. Það hlutverk gæti minnkað enn frekar í sumar miðað við innkaupin á Hlíðarenda en þarna fer mjög líkamlega sterkur og efnilegur unglingalandsliðsmaður. MarkaðurinnDion Jeremy Acoff er mættur frá Þrótti.vísir/stefánKomnir: Arnar Sveinn Geirsson frá Fram Dion Acoff frá Þrótti R. Nicolaj Köhlert frá Danmörku Nicolas Bögild frá Vendsyssel Sindri Scheving frá ReadingFarnir: Andreas Albech til Sarpsborg Daði Bergsson í Þrótt R. Gunnar Gunnarsson Ingvar Þór Kale í ÍA Kristian Gaarde Kristinn Freyr Sigurðsson í GIF Sundsvall Rolft Toft Tómas Óli Garðarsson í Leikni R. Valsmenn misstu besta leikmann Íslandsmótsins, Kristinn Frey Sigurðsson, í atvinnumennsku en þeir gátu nú varla látið sér dreyma um að halda honum. Fyrir utan bakvörðinn Andreas Albech sakna Valsmenn þeirra sem að fóru ekkert mikið. Óli Jóh hefur gert ágæta hluti á leikmannamarkaðnum. Til að styrkja miðjuna eru komnir tveir öflugir danskir leikmenn og þá er rakettan Dion Acoff mættur á kantinn en hann gæti hæglega blómstrað hjá Val miðað við gæði liðsins og leikstíl þess. Arnar Sveinn Geirsson sneri aftur heim og er búinn að hirða hægri bakvarðastöðuna af Andra Fannari Stefánssyni og þá er ungur heimamaður, Sindri Scheving, kominn heim frá Reading. Valur er enn í leit að framherja og varnarmanni sem gætu dottið inn áður en mótið hefst. Hvað segir Óskar Hrafn?Óskar Hrafn Þorvaldssonvísir„Fyrir mér er Valur með eitt af þremur bestu liðunum á samt KR og FH,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar, um Valsliðið. „Þeir voru sennilega að spila best allra í riðlakeppni Lengjubikarsins en við vitum ekki alveg hvar þeir standa núna. Þeir hurfu til Flórída í æfingaferð en miðað við hvernig þeir voru að spila fyrir það litu þeir ljómandi vel út.“ „Þeir eru með öfluga vörn. Það er kannski spurning um hægri bakvarðastöðuna sem Arnar Sveinn og Andri Fannar eru að berjast um. Ég myndi vilja sjá Einar Karl fá tækifæri á miðjunni og þá þarf kannski að færa Hauk Pál niður í hafsentinn og fórna þá Rasmusi.“ „Báðir dönsku leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Bogild spilaði sinn fyrsta leik á móti Skaganum og virkaði mjög góður. Valsmenn eru flottir fram á við. Spurningin er líklega hvort þeir séu kannski einum topp markverði frá því að fara alla leið?“ segir Óskar Hrafn. Að lokumÓlafur Jóhannesson hefur náð flottum árangri með Val.vísir/hannaÞað sem við vitum um Val er ... að liðið er nógu vel mannað til að vinna Íslandsmótið. Þrátt fyrir endalausa umræðu um að liðið hefur vantað alvöru framherja síðan Patrick Pedersen fór til Noregs skoraði liðið 41 mark á síðustu leiktíð þar sem það fær svo mörg mörk af miðjunni og vængjunum. Varnarleikurinn er góður, breiddin mikil (fyrir utan vörnina) og þjálfarateymið frábært.Spurningamerkin eru ... hvort breiddin í varnarleiknum sé nógu mikil en liðið er til dæmis aðeins með tvo „alvöru“ miðverði þó Haukur Páll geti leyst þar af. Anton Ari gerði sín mistök í markinu í fyrra og þarf að bæta sinn leik en ekkert lið vinnur Íslandsmótið án frábærs markvarðar, það hafa dæmin sannað í gegnum árin. Geta Valsmenn svo haldið áfram þessari markaskorun án þess að vera með þennan klassíska tíu marka mann?Valsmenn eru Reykjavíkurmeistarar 2017.vísir/vilhelmÍ besta falli: Halda Valsmenn sinni þróun áfram en liðið hefur verið í toppbaráttu undanfarin tvö ár fram að bikarsigrunum. Eftir þá slakaði liðið á og endaði í fimmta sæti sem gaf ekkert endilega raunverulega mynd af styrkleika liðsins. Valsmenn bæta við í vörnina, Anton Ari sannar sig í markinu og það finnur framherja sem getur aukið markaframleiðsluna. Með allt sem er í boði á Hlíðarenda og breiddina í liðinu getur Valur hæglega orðið Íslandsmeistari ef allt gengur upp.Í versta falli: Vinna Valsmenn bikarinn þriðja árið í röð og þakka fyrir sig eins og undanfarin tvö ár. Ólafur lendir í því að missa menn í vörninni í meiðsli eða í atvinnumennsku og Valsmenn fara að leka inn mörkum. Anton Ari nær ekki fótfestu í markinu og mörkunum fækkar af miðjunni þar sem Kristinn Freyr er farinn út. Valur er of gott lið til að lenda í alvöru vandræðum, það verður alltaf í Evrópubaráttu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Breiðablik hafnar í 5. sæti Blikar gera aðeins betur en á síðustu leiktíð en verða ekki í Evrópu að ári liðnu ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 26. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Stjarnan hafnar í 4. sæti Stjörnumenn ætla sér stóra hluti í sumar en verða að sætta sig við fjórða sætið ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 27. apríl 2017 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Val 3. sæti sem er tveimur sætum ofar en liðið hefur endað undanfarin tvö ár. Valsmenn unnu sinn 20. Íslandsmeistaratitil árið 2007 en hafa ekki verið nálægt því að vinna þann stóran síðan. Liðið hefur orðið bikarmeistari undanfarin tvö ár og gefið eftir í toppbaráttunni í kjölfarið í bæði skiptin. Þjálfari Vals er Ólafur Jóhannesson en hann og Sigurbjörn Hreiðarsson eru nú á þriðja ári með liðið. Smiðurinn úr Hafnarfirði hefur minnt á sig sem einn af allra bestu félagsliðaþjálfurum seinni tíma á Íslandi með því að rífa Valsliðið upp úr ákveðinni meðalmennsku og vinna bikarinn tvö ár í röð. Ólafur gerði FH að meisturum þrjú ár í röð frá 2004-2006 áður en hann var svo ráðinn landsliðsþjálfari. Mögulegt byrjunarliðvísirHún er ansi svört og hvít dagskráin hjá Valsmönnum í fyrstu fimm umferðunum. Þar er bland af leikjum sem Valsmenn telja sig eiga að vinna og þurfa að vinna og svo stórleikjum. Ætli Valsmenn að taka þátt í toppbaráttunni fyrir alvöru þurfa þeir að vinna fyrstu tvo leikina á móti Ólsurum og Skagamönnum sem gætu bæði barist við fallsvæðið. Eftir það taka við tveir stórleikir á móti FH og KR en þeir eru þó báðir á heimavelli. Valur vann KR á heimavelli í fyrra en tapaði fyrir FH. Eftir stórleikina er svo leikur á móti nýliðum Grindavíkur þannig Hlíðarendapiltar vonast eftir því að vera með 10-12 stig eftir fyrstu fimm ef allt gengur upp.30. apr: Valur – Víkingur Ó., Valsvöllur08. maí: ÍA – Valur, Norðurálsvöllurinn15. maí: Valur – FH, Valsvöllur22. maí: Valur – KR, Valsvöllur28. maí: Grindavík – Valur, Grindavíkurvöllur Þrír sem Valur treystir áOrri Sigurður Ómarsson, Haukur Páll Sigurðsson og Sigurður Egill Lárussonvísir/pjeturOrri Sigurður Ómarsson: Miðvörðurinn magnaði hefur verið einn sá besti í deildinni síðan hann sneri heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum síðan. Þessi 22 ára gamli strákur er á barmi atvinnumennskunnar en hann fór til reynslu nokkrum sinnum í vetur og var kallaður í A-landsliðið. Hann sér atvinnumennskuna í hyllingum og ætti að spila sinn allra besta fótbolta í sumar. Valsvörnin fækkaði mörkunum úr 31 í 28 á milli ár og nú þarf að gera betur. Haukur Páll Sigurðsson: Fyrirliði Valsmanna er einn mesti leiðtoginn og karakterinn í deildinni. „Þetta er leikmaður sem ég myndi alltaf taka með mér í stríð,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, um Hauk Pál þegar hann var á sinni fyrstu leiktíð eftir skiptin frá Þrótti. Haukur er ódrepandi vinnuhestur á miðjunni og mögulega besti leikmaður deildarinnar í skallaeinvígum. Hann á það til að meiðast svolítið mikið en Valsmenn þurfa að hafa hann inn á vellinum. Sigurður Egill Lárusson: Kantmaðurinn öflugi virðist ætla að taka Pepsi-sumarið með trompi en hann hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu og skoraði t.a.m. sjö mörk í fimm leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Hann var kallaður inn í landsliðið í vetur og fór á reynslu til Tékklands. Sigurður Egill er fæddur árið 1992 þannig atvinnumannaglugginn fer að lokast hægt og bítandi. Hann vill spreyta sig úti og mun gera allt hvað hann getur í sumar þannig sá draumur verði að veruleika.Nýstirnið Valsmenn hafa ekki verið mikið í því að nota unga leikmenn á síðustu árum, allavega ekki eftir að Ólafur Jóhannesson tók við. Anton Ari Einarsson, 23 ára gamall aðalmarkvörður liðsins, fékk eldskírn sína í fyrra þegar hann kom inn fyrir Ingvar Þór Kale í 3. umferð og leit ekki um öxl. Hann mun verja markið í sumar og gæti skotist upp á stjörnuhimininn. Sveinn Aron Guðjohnsen, 19 ára gamall sóknarmaður, kom frá HK á miðju tímabili í fyrra og var í aukahlutverki. Það hlutverk gæti minnkað enn frekar í sumar miðað við innkaupin á Hlíðarenda en þarna fer mjög líkamlega sterkur og efnilegur unglingalandsliðsmaður. MarkaðurinnDion Jeremy Acoff er mættur frá Þrótti.vísir/stefánKomnir: Arnar Sveinn Geirsson frá Fram Dion Acoff frá Þrótti R. Nicolaj Köhlert frá Danmörku Nicolas Bögild frá Vendsyssel Sindri Scheving frá ReadingFarnir: Andreas Albech til Sarpsborg Daði Bergsson í Þrótt R. Gunnar Gunnarsson Ingvar Þór Kale í ÍA Kristian Gaarde Kristinn Freyr Sigurðsson í GIF Sundsvall Rolft Toft Tómas Óli Garðarsson í Leikni R. Valsmenn misstu besta leikmann Íslandsmótsins, Kristinn Frey Sigurðsson, í atvinnumennsku en þeir gátu nú varla látið sér dreyma um að halda honum. Fyrir utan bakvörðinn Andreas Albech sakna Valsmenn þeirra sem að fóru ekkert mikið. Óli Jóh hefur gert ágæta hluti á leikmannamarkaðnum. Til að styrkja miðjuna eru komnir tveir öflugir danskir leikmenn og þá er rakettan Dion Acoff mættur á kantinn en hann gæti hæglega blómstrað hjá Val miðað við gæði liðsins og leikstíl þess. Arnar Sveinn Geirsson sneri aftur heim og er búinn að hirða hægri bakvarðastöðuna af Andra Fannari Stefánssyni og þá er ungur heimamaður, Sindri Scheving, kominn heim frá Reading. Valur er enn í leit að framherja og varnarmanni sem gætu dottið inn áður en mótið hefst. Hvað segir Óskar Hrafn?Óskar Hrafn Þorvaldssonvísir„Fyrir mér er Valur með eitt af þremur bestu liðunum á samt KR og FH,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar, um Valsliðið. „Þeir voru sennilega að spila best allra í riðlakeppni Lengjubikarsins en við vitum ekki alveg hvar þeir standa núna. Þeir hurfu til Flórída í æfingaferð en miðað við hvernig þeir voru að spila fyrir það litu þeir ljómandi vel út.“ „Þeir eru með öfluga vörn. Það er kannski spurning um hægri bakvarðastöðuna sem Arnar Sveinn og Andri Fannar eru að berjast um. Ég myndi vilja sjá Einar Karl fá tækifæri á miðjunni og þá þarf kannski að færa Hauk Pál niður í hafsentinn og fórna þá Rasmusi.“ „Báðir dönsku leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Bogild spilaði sinn fyrsta leik á móti Skaganum og virkaði mjög góður. Valsmenn eru flottir fram á við. Spurningin er líklega hvort þeir séu kannski einum topp markverði frá því að fara alla leið?“ segir Óskar Hrafn. Að lokumÓlafur Jóhannesson hefur náð flottum árangri með Val.vísir/hannaÞað sem við vitum um Val er ... að liðið er nógu vel mannað til að vinna Íslandsmótið. Þrátt fyrir endalausa umræðu um að liðið hefur vantað alvöru framherja síðan Patrick Pedersen fór til Noregs skoraði liðið 41 mark á síðustu leiktíð þar sem það fær svo mörg mörk af miðjunni og vængjunum. Varnarleikurinn er góður, breiddin mikil (fyrir utan vörnina) og þjálfarateymið frábært.Spurningamerkin eru ... hvort breiddin í varnarleiknum sé nógu mikil en liðið er til dæmis aðeins með tvo „alvöru“ miðverði þó Haukur Páll geti leyst þar af. Anton Ari gerði sín mistök í markinu í fyrra og þarf að bæta sinn leik en ekkert lið vinnur Íslandsmótið án frábærs markvarðar, það hafa dæmin sannað í gegnum árin. Geta Valsmenn svo haldið áfram þessari markaskorun án þess að vera með þennan klassíska tíu marka mann?Valsmenn eru Reykjavíkurmeistarar 2017.vísir/vilhelmÍ besta falli: Halda Valsmenn sinni þróun áfram en liðið hefur verið í toppbaráttu undanfarin tvö ár fram að bikarsigrunum. Eftir þá slakaði liðið á og endaði í fimmta sæti sem gaf ekkert endilega raunverulega mynd af styrkleika liðsins. Valsmenn bæta við í vörnina, Anton Ari sannar sig í markinu og það finnur framherja sem getur aukið markaframleiðsluna. Með allt sem er í boði á Hlíðarenda og breiddina í liðinu getur Valur hæglega orðið Íslandsmeistari ef allt gengur upp.Í versta falli: Vinna Valsmenn bikarinn þriðja árið í röð og þakka fyrir sig eins og undanfarin tvö ár. Ólafur lendir í því að missa menn í vörninni í meiðsli eða í atvinnumennsku og Valsmenn fara að leka inn mörkum. Anton Ari nær ekki fótfestu í markinu og mörkunum fækkar af miðjunni þar sem Kristinn Freyr er farinn út. Valur er of gott lið til að lenda í alvöru vandræðum, það verður alltaf í Evrópubaráttu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Breiðablik hafnar í 5. sæti Blikar gera aðeins betur en á síðustu leiktíð en verða ekki í Evrópu að ári liðnu ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 26. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Stjarnan hafnar í 4. sæti Stjörnumenn ætla sér stóra hluti í sumar en verða að sætta sig við fjórða sætið ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 27. apríl 2017 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin: Breiðablik hafnar í 5. sæti Blikar gera aðeins betur en á síðustu leiktíð en verða ekki í Evrópu að ári liðnu ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 26. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin: Stjarnan hafnar í 4. sæti Stjörnumenn ætla sér stóra hluti í sumar en verða að sætta sig við fjórða sætið ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 27. apríl 2017 09:00