„Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Michael Schumacher og Damon Hill öttu kappi í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar. getty/Pascal Rondeau Þrátt fyrir að vel til vina utan akstursbrautarinnar voru þeir Michael Schumacher og Damon Hill svarnir fjendur þegar keppni stóð yfir. Schumacher og Hill börðust um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 þrjú ár í röð á miðjum 10. áratug síðustu aldar. Schumacher varð heimsmeistari 1994 og 1995 en Hill 1996. Frægasta rimma þeirra var í lokakeppni tímabilsins 1994. Þeir lentu þá í árekstri og þurftu báðir að hætta keppni. Schumacher gat þó leyft sér að fagna eftir kappaksturinn því hann varð heimsmeistari, einu stigi á undan Hill. Englendingurinn segist hafa kunnað vel við Þjóðverjann utan brautarinnar en á meðan keppni stóð fauk vinskapurinn út um gluggann. „Okkur Michael kom vel saman en á brautinni hötuðum við hvorn annan. Það var ekkert annað í boði ef þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Það var ekkert pláss fyrir vinahót,“ sagði Hill við BILD. „Þú verður að nýta þér alla veikleika andstæðingsins og hamra á því. Michael var sérfræðingur í sálfræðistríðinu. Hann lét mér líða eins og ég væri gagnslaus og hæfileikalaus. Hann sagði fjölmiðlum það líka. Og vegna þess að hann vann margar keppnir var engin ástæða til annars en að trúa honum.“ Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Schumacher og Hill börðust um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 þrjú ár í röð á miðjum 10. áratug síðustu aldar. Schumacher varð heimsmeistari 1994 og 1995 en Hill 1996. Frægasta rimma þeirra var í lokakeppni tímabilsins 1994. Þeir lentu þá í árekstri og þurftu báðir að hætta keppni. Schumacher gat þó leyft sér að fagna eftir kappaksturinn því hann varð heimsmeistari, einu stigi á undan Hill. Englendingurinn segist hafa kunnað vel við Þjóðverjann utan brautarinnar en á meðan keppni stóð fauk vinskapurinn út um gluggann. „Okkur Michael kom vel saman en á brautinni hötuðum við hvorn annan. Það var ekkert annað í boði ef þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Það var ekkert pláss fyrir vinahót,“ sagði Hill við BILD. „Þú verður að nýta þér alla veikleika andstæðingsins og hamra á því. Michael var sérfræðingur í sálfræðistríðinu. Hann lét mér líða eins og ég væri gagnslaus og hæfileikalaus. Hann sagði fjölmiðlum það líka. Og vegna þess að hann vann margar keppnir var engin ástæða til annars en að trúa honum.“ Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira