Fjárfestum í framtíð Íslands Lilja Alfreðsdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:00 Menntunarstig þjóða ræður miklu um velsæld og tækifæri þeirra. Þeim þjóðum farnast einna best til lengri tíma sem leggja mikla rækt við menntun og þekkingu. Sjálfstraust og kjarkur til framfara eykst samhliða aukinni þekkingu. Þess vegna viljum að á Íslandi séu samkeppnisfærir háskólar sem búa þjóðina undir áskoranir 21. aldarinnar. Á Íslandi vantar fleiri vellaunuð störf fyrir ungt fólk. Slík störf verða eingöngu til ef áhersla er lögð á menntun, rannsóknir og nýsköpun. Með því að fjárfesta í menntun á háskólastigi getum við tryggt samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði til framtíðar og skapað verðmæt störf um samfélagið allt. Að óbreyttu mun það ekki gerast á næstunni, a.m.k. ef marka má áherslurnar sem birtast í 5 ára ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Horfurnar framundan eru góðar ef litið er til þjóðhagsspár, þ.e. áframhaldandi hagvöxtur, hátt atvinnustig, skuldir ríkissjóðs lækka og afgangur er á viðskiptajöfnuðinum. Þrátt fyrir það stendur ekki til að fjárfesta í framtíðinni, þ.e. háskólastiginu í þeim mæli sem þarf, ólíkt því sem öll samanburðarríkin í kringum okkur eru að gera. Fjárframlög til háskólastigsins eru í engu samræmi við fyrirheit stjórnmálaflokka fyrir síðustu kosningar og algjörlega úr takti við stefnu Vísinda- og tækniráðs um að ná OECD-meðaltalinu er varðar fjárframlög á hvern háskólanema. Nú er lag að fjárfesta til framtíðar með því að sýna metnað og stefnufestu í þágu okkar allra. Fjórða iðnbyltingin stendur nú yfir og á næstu misserum munum við sjá miklar framfarir á mörgum tæknisviðum. Hlutfall starfa sem tengjast þessari tækniþróun mun hækka og þau hvíla fyrst og fremst á þekkingu og menntun. Ef ekki er fjárfest í menntun, rannsóknum og nýsköpun til framtíðar mun Ísland dragast aftur úr. Svo einfalt er það. Hvert ár skiptir hér máli og því er 5 ára ríkisfjármálaáætlunin reiðarslag fyrir háskóla- og vísindasamfélagið. Það er enn tækifæri til þess að gera breytingar á ríkisfjármálaáætluninni og hvet ég allan þingheim til að sameinast í að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Menntunarstig þjóða ræður miklu um velsæld og tækifæri þeirra. Þeim þjóðum farnast einna best til lengri tíma sem leggja mikla rækt við menntun og þekkingu. Sjálfstraust og kjarkur til framfara eykst samhliða aukinni þekkingu. Þess vegna viljum að á Íslandi séu samkeppnisfærir háskólar sem búa þjóðina undir áskoranir 21. aldarinnar. Á Íslandi vantar fleiri vellaunuð störf fyrir ungt fólk. Slík störf verða eingöngu til ef áhersla er lögð á menntun, rannsóknir og nýsköpun. Með því að fjárfesta í menntun á háskólastigi getum við tryggt samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði til framtíðar og skapað verðmæt störf um samfélagið allt. Að óbreyttu mun það ekki gerast á næstunni, a.m.k. ef marka má áherslurnar sem birtast í 5 ára ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Horfurnar framundan eru góðar ef litið er til þjóðhagsspár, þ.e. áframhaldandi hagvöxtur, hátt atvinnustig, skuldir ríkissjóðs lækka og afgangur er á viðskiptajöfnuðinum. Þrátt fyrir það stendur ekki til að fjárfesta í framtíðinni, þ.e. háskólastiginu í þeim mæli sem þarf, ólíkt því sem öll samanburðarríkin í kringum okkur eru að gera. Fjárframlög til háskólastigsins eru í engu samræmi við fyrirheit stjórnmálaflokka fyrir síðustu kosningar og algjörlega úr takti við stefnu Vísinda- og tækniráðs um að ná OECD-meðaltalinu er varðar fjárframlög á hvern háskólanema. Nú er lag að fjárfesta til framtíðar með því að sýna metnað og stefnufestu í þágu okkar allra. Fjórða iðnbyltingin stendur nú yfir og á næstu misserum munum við sjá miklar framfarir á mörgum tæknisviðum. Hlutfall starfa sem tengjast þessari tækniþróun mun hækka og þau hvíla fyrst og fremst á þekkingu og menntun. Ef ekki er fjárfest í menntun, rannsóknum og nýsköpun til framtíðar mun Ísland dragast aftur úr. Svo einfalt er það. Hvert ár skiptir hér máli og því er 5 ára ríkisfjármálaáætlunin reiðarslag fyrir háskóla- og vísindasamfélagið. Það er enn tækifæri til þess að gera breytingar á ríkisfjármálaáætluninni og hvet ég allan þingheim til að sameinast í að gera betur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun