Vanmetin nýsköpun Ari Trausti Guðmundsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Sífellt er minnst á hve nýsköpun skiptir framvindu samfélagsins miklu máli. Í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er hennar pólitíska hagfræði, er eitt af málefnasviðunum nefnt rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar. Þar eru sett fram markmið um að Ísland verði leiðandi á sviði rannsókna og þekkingar! Hvar höfum við ekki ætlað að vera leiðandi á þessari öld? Taldar eru upp aðgerðir á málasviðinu en engar fjárhæðir til hvers hluta. Þeim mun oftar stendur: - Verður forgangsraðað innan ramma. Í yfirliti kemur fram að framlög til málefnasviðsins árið 2018 lækka um 120 millj. kr. en eftir það, næstu fjögur ár, allt til ársins 2022, hækka framlög milli ára aðeins um 120 millj. kr. Hvernig rímar þessi sérkennilega fjárhagsáætlun við þarfir samfélagsins, hvað þá undarlegt markmið um leiðandi stöðu á heimsvísu? Vissulega hafa framlög til rannsókna og þróunar verið aukin í allmörg ár, enda sér þess víða gleðilegan stað og sprotafyrirtæki, og jafnt vísinda- og tæknimenn sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands staðið sig vel.Tryggir ekki nýsköpun og þróun Ég fullyrði engu að síður að 500-600 millj. kr. framlag á fimm árum tryggi ekki næga nýsköpun, rannsóknir og þróun; þaðan af síður að upphæðin hafi mikið með hin háleitu markmið að gera, af því að í raun og veru eru framlög til málaefnanna enn undir viðmiðum nágrannaþjóða. Þarna er verið að marka stefnu er varðar loftslagsmarkmið Íslands, nýsköpun í iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi o.s.frv. Svipuð, röng fjármálastefna kemur fram gagnvart háskólastiginu. Þar vantar milljarða til fimm ára, bæði til HÍ og annarra háskóla, háskólasetra og þekkingarsetra. Það eru ekki einungis rannsókna - og þróunarsjóðirnir sem verða vanfjármagnaðir til lengri tíma litið, heldur er líka öll umgjörðin, allt háskólastigið, einfaldlega vanfjármagnað í ríkisfjármálaætluninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sífellt er minnst á hve nýsköpun skiptir framvindu samfélagsins miklu máli. Í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er hennar pólitíska hagfræði, er eitt af málefnasviðunum nefnt rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar. Þar eru sett fram markmið um að Ísland verði leiðandi á sviði rannsókna og þekkingar! Hvar höfum við ekki ætlað að vera leiðandi á þessari öld? Taldar eru upp aðgerðir á málasviðinu en engar fjárhæðir til hvers hluta. Þeim mun oftar stendur: - Verður forgangsraðað innan ramma. Í yfirliti kemur fram að framlög til málefnasviðsins árið 2018 lækka um 120 millj. kr. en eftir það, næstu fjögur ár, allt til ársins 2022, hækka framlög milli ára aðeins um 120 millj. kr. Hvernig rímar þessi sérkennilega fjárhagsáætlun við þarfir samfélagsins, hvað þá undarlegt markmið um leiðandi stöðu á heimsvísu? Vissulega hafa framlög til rannsókna og þróunar verið aukin í allmörg ár, enda sér þess víða gleðilegan stað og sprotafyrirtæki, og jafnt vísinda- og tæknimenn sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands staðið sig vel.Tryggir ekki nýsköpun og þróun Ég fullyrði engu að síður að 500-600 millj. kr. framlag á fimm árum tryggi ekki næga nýsköpun, rannsóknir og þróun; þaðan af síður að upphæðin hafi mikið með hin háleitu markmið að gera, af því að í raun og veru eru framlög til málaefnanna enn undir viðmiðum nágrannaþjóða. Þarna er verið að marka stefnu er varðar loftslagsmarkmið Íslands, nýsköpun í iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi o.s.frv. Svipuð, röng fjármálastefna kemur fram gagnvart háskólastiginu. Þar vantar milljarða til fimm ára, bæði til HÍ og annarra háskóla, háskólasetra og þekkingarsetra. Það eru ekki einungis rannsókna - og þróunarsjóðirnir sem verða vanfjármagnaðir til lengri tíma litið, heldur er líka öll umgjörðin, allt háskólastigið, einfaldlega vanfjármagnað í ríkisfjármálaætluninni.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar