Ekki fara á 80. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2017 06:30 Kemur Barcelona aftur til baka úr ómögulegri stöðu? vísir/getty Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira