Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 20. apríl 2017 09:00 Grindvíkingar fagna einu 50 marka sinna í Inkasso-deildinni í fyrra. vísir/hanna Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Grindavík ellefta og næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Grindvíkingar lentu í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra og tryggðu sér þátttökurétt í Pepsi-deildinni. Grindavík lék síðast í efstu deild árið 2012. Besti árangur liðsins er 3. sæti í efstu deild. Þjálfari Grindavíkur er Óli Stefán Flóventsson. Hann þekkir hvern krók og kima í Grindavík enda leikjahæsti leikmaður liðsins í efstu deild frá upphafi. Óli Stefán þjálfaði Sindra í nokkur ár áður en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Tommys Nielsen hjá Grindavík 2015. Hann tók svo við liðinu eftir það tímabil og kom því upp í Pepsi-deildina í fyrra. Mögulegt byrjunarliðGrindavík á nokkuð álitlega byrjun á Íslandsmótinu. Þrír af fyrstu fimm leikjum Grindvíkinga eru á heimavelli og þeir mæta bæði Víkingi Ó. og ÍA í fyrstu umferðunum en þau lið verða væntanlega með þeim í fallbaráttunni.1. maí: Grindavík - Stjarnan, Grindavíkurvöllur8. maí: Víkingur R. - Grindavík, Víkingsvöllur14. maí: Grindavík - Víkingur Ó., Grindavíkurvöllur22. maí: ÍA - Grindavík, Norðurálsvöllurinn28. maí: Grindavík - Valur, Grindavíkurvöllur Þrír sem Grindavík treystir áBrynjar Ásgeir Guðmundsson og Sam Hewson.vísir/ernirKristijan Jajalo: Bosníski markvörðurinn kom til Grindavíkur um mitt sumar en þá voru Grindvíkingar þegar búnir að nota þrjá markverði. Jajalo lék síðustu 12 leiki Grindavíkur í Inkasso-deildinni og hélt sjö sinnum hreinu. Bosníumaðurinn þarf að eiga jafn gott ef ekki betra tímabil í sumar ef Grindavík ætlar að halda sér uppi.Brynjar Ásgeir Guðmundsson: Hefur verið rulluspilari hjá FH í nokkur ár. Brynjar er afar fjölhæfur leikmaður og leysti nánast allar stöður á vellinum fyrir FH. Hann náði hins vegar aldrei að vinna sér fast sæti í sterku liði FH. Verður í öðruvísi og mun stærra hlutverki hjá Grindavík í sumar og þarf að sýna að hann geti staðið undir ábyrgðinni.Sam Hewson: Englendingurinn, sem fékk sitt fótboltauppeldi hjá Manchester United, lék aðeins 12 leiki með FH í fyrra og sjaldnast í sinni bestu stöðu, sem miðjumaður. Hewson er einn reynslumesti leikmaður Grindavíkur og þarf að sýna leiðtogahæfni í sumar. Fær að spila sína stöðu hjá Grindavík og þarf að eiga sitt besta tímabil síðan hann kom til Íslands. NýstirniðAlexander Veigar (t.v.) fagnar marki síðasta sumar.vísir/hannaAlexander Veigar Þórarinsson er kannski ekki hefðbundið nýstirni, enda á 29. aldursári og lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Grindavík 2005. Alexander Veigar hefur hins vegar aldrei verið í stóru hlutverki hjá liði í efstu deild en fær það tækifæri í ár. Alexander Veigar sneri aftur til Grindavíkur fyrir síðasta tímabil og var besti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra; skoraði 14 mörk og var prímusmótorinn í skemmtilegum sóknarleik Grindavíkur. Grindvíkingar treysta á mörk og stoðsendingar frá honum í sumar. MarkaðurinnSam Hewson kom frá FH.mynd/grindavíkKomnir: Brynjar Ásgeir Guðmundsson frá FH Milos Zeravica frá Zrinjski Mostar Sam Hewson frá FHFarnir: Ásgeir Þór Ingólfsson í Hönefoss Edu Cruz Josiel Alves De Oliveira Jósef Kristinn Jósefsson í Stjörnuna Marko Valdimar Stefánsson í Hönefoss Óli Baldur Bjarnason í GG Grindvíkingar fengu tvo leikmenn frá Íslandsmeisturum FH. Brynjar Ásgeir og Hewson voru rulluspilarar hjá Fimleikafélaginu en fá núna stærra hlutverk hjá nýliðunum. Zeravica er 28 ára örvfættur leikmaður sem getur spilað allar stöður á miðjunni og báðum köntum. Grindvíkingar eru ekki hættir á leikmannamarkaðinum og vilja stækka hópinn sinn. Grindavík missti mikið þegar fyrirliðinn Jósef Kristinn Jósefsson ákvað að fara í Stjörnuna. Þrátt fyrir að vera vinstri bakvörður var Jósef Kristinn gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Grindavíkur og samvinna hans og Alexanders Veigars var eitruð í fyrra. Hinir leikmennirnir sem eru horfnir á braut voru í misstórum hlutverkum í fyrra. En fjarvera þeirra þýðir að breiddin er lítil í leikmannahópi Grindavíkur. Hvað segir Óskar Hrafn?Óskar Hrafn Þorvaldsson er einn sérfræðinga Pepsi-markanna og segir ljóst að Grindavík verði í botnbaráttu í sumar. „Það kemur til með að ráðast af því hversu heilir lykilmenn liðsins munu haldast. Það vantaði nokkra menn í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum og þá kom í ljós að breiddin í liði Grindavíkur er ekki mikil,“ sagði Óskar Hrafn. „Ef að Alexander Veigar er meiddur og verður frá í langan tíma þá væri það mikið högg fyrir þá. Þeir eru þess fyrir utan með framherja í liðinu sem hafa aldrei sannað sig í efstu deild.“ Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, lætur liðið spila samkvæmt 3-5-2 leikkerfinu sem gekk vel í fyrra. „En það var Inkasso-deildin og það er spurning hvort að þetta leikkerfi, sem verði líkara 5-3-2 þegar á hólminn er komið, haldi.“ „En það eru enn tæpar vikur í mót og nægur tími til að finna leikmenn. En lykilatriði fyrir Grindavík er að bestu mennirnir þeirra - Alexander, William Daniels, Sam Hewson, Brynjar Ásgeir og markvörðurinn - haldist heilir. Það er algert lykilatriði.“ Að lokumGrindvíkingar skoruðu mikið í Inkasso-deildinni í fyrra.vísir/eyþórÞað sem við vitum um Grindavík er ... að liðið spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Grindvíkingar skoruðu 50 mörk í Inkasso-deildinni í fyrra en ekkert lið í efstu þremur deildum Íslandsmótsins skoraði fleiri mörk. Grindavík skoraði 18 mörk í Lengjubikarnum í vetur og markaskorið dreifðist vel. Sóknarvopnin eru mörg og ólík. Óli Stefán og Milan Stefán Jankovic, aðstoðarmaður hans, hafa þekkst lengi og vinna vel saman. Það er langt síðan Grindavík hefur verið í efstu deild og stemmningin sem því fylgir gæti reynst liðinu drjúg í upphafi móts.Spurningamerkin eru ... hvernig ætlar Grindavík að fylla skarð Jósefs Kristins? Nær Alexander Veigar að fylgja frábæru tímabili í fyrra eftir á stóra sviðinu? Eru erlendu leikmennirnir sem spiluðu svo vel í fyrra nógu góðir fyrir efstu deild? Breiddin er lítil og reynslan af efstu deild er ekki mikil. Þjálfarinn er sömuleiðis óreyndur í efstu deild.Óli Stefán Flóventsson þreytir frumraun sína sem þjálfari í efstu deild.vísir/antonÍ besta falli: Skilar sóknarbolti Grindvíkinga þeim áframhaldandi sæti í Pepsi-deildinni. Erlendu leikmennirnir reynast nógu góðir fyrir deild þeirra bestu, Alexander Veigar heldur uppteknum hætti frá því í fyrra og Grindvíkingar ná að fylla skarð Jósefs Kristins. Brynjar Ásgeir og Hewson standa sig vel í stærri hlutverkum en hjá FH og koma með sigurhugsun inn í leikmannahópinn.Í versta falli: Hópurinn reynist ekki nógu sterkur á stóra sviðinu og meiðsli og bönn fara illa með liðið. Leikstíllinn sem skilaði liðinu 42 stigum og 50 mörkum í Inkasso-deildinni í fyrra hentar ekki í efstu deild og Grindvíkingar hafa ekki aðra uppskrift að árangri. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Grindavík ellefta og næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Grindvíkingar lentu í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra og tryggðu sér þátttökurétt í Pepsi-deildinni. Grindavík lék síðast í efstu deild árið 2012. Besti árangur liðsins er 3. sæti í efstu deild. Þjálfari Grindavíkur er Óli Stefán Flóventsson. Hann þekkir hvern krók og kima í Grindavík enda leikjahæsti leikmaður liðsins í efstu deild frá upphafi. Óli Stefán þjálfaði Sindra í nokkur ár áður en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Tommys Nielsen hjá Grindavík 2015. Hann tók svo við liðinu eftir það tímabil og kom því upp í Pepsi-deildina í fyrra. Mögulegt byrjunarliðGrindavík á nokkuð álitlega byrjun á Íslandsmótinu. Þrír af fyrstu fimm leikjum Grindvíkinga eru á heimavelli og þeir mæta bæði Víkingi Ó. og ÍA í fyrstu umferðunum en þau lið verða væntanlega með þeim í fallbaráttunni.1. maí: Grindavík - Stjarnan, Grindavíkurvöllur8. maí: Víkingur R. - Grindavík, Víkingsvöllur14. maí: Grindavík - Víkingur Ó., Grindavíkurvöllur22. maí: ÍA - Grindavík, Norðurálsvöllurinn28. maí: Grindavík - Valur, Grindavíkurvöllur Þrír sem Grindavík treystir áBrynjar Ásgeir Guðmundsson og Sam Hewson.vísir/ernirKristijan Jajalo: Bosníski markvörðurinn kom til Grindavíkur um mitt sumar en þá voru Grindvíkingar þegar búnir að nota þrjá markverði. Jajalo lék síðustu 12 leiki Grindavíkur í Inkasso-deildinni og hélt sjö sinnum hreinu. Bosníumaðurinn þarf að eiga jafn gott ef ekki betra tímabil í sumar ef Grindavík ætlar að halda sér uppi.Brynjar Ásgeir Guðmundsson: Hefur verið rulluspilari hjá FH í nokkur ár. Brynjar er afar fjölhæfur leikmaður og leysti nánast allar stöður á vellinum fyrir FH. Hann náði hins vegar aldrei að vinna sér fast sæti í sterku liði FH. Verður í öðruvísi og mun stærra hlutverki hjá Grindavík í sumar og þarf að sýna að hann geti staðið undir ábyrgðinni.Sam Hewson: Englendingurinn, sem fékk sitt fótboltauppeldi hjá Manchester United, lék aðeins 12 leiki með FH í fyrra og sjaldnast í sinni bestu stöðu, sem miðjumaður. Hewson er einn reynslumesti leikmaður Grindavíkur og þarf að sýna leiðtogahæfni í sumar. Fær að spila sína stöðu hjá Grindavík og þarf að eiga sitt besta tímabil síðan hann kom til Íslands. NýstirniðAlexander Veigar (t.v.) fagnar marki síðasta sumar.vísir/hannaAlexander Veigar Þórarinsson er kannski ekki hefðbundið nýstirni, enda á 29. aldursári og lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Grindavík 2005. Alexander Veigar hefur hins vegar aldrei verið í stóru hlutverki hjá liði í efstu deild en fær það tækifæri í ár. Alexander Veigar sneri aftur til Grindavíkur fyrir síðasta tímabil og var besti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra; skoraði 14 mörk og var prímusmótorinn í skemmtilegum sóknarleik Grindavíkur. Grindvíkingar treysta á mörk og stoðsendingar frá honum í sumar. MarkaðurinnSam Hewson kom frá FH.mynd/grindavíkKomnir: Brynjar Ásgeir Guðmundsson frá FH Milos Zeravica frá Zrinjski Mostar Sam Hewson frá FHFarnir: Ásgeir Þór Ingólfsson í Hönefoss Edu Cruz Josiel Alves De Oliveira Jósef Kristinn Jósefsson í Stjörnuna Marko Valdimar Stefánsson í Hönefoss Óli Baldur Bjarnason í GG Grindvíkingar fengu tvo leikmenn frá Íslandsmeisturum FH. Brynjar Ásgeir og Hewson voru rulluspilarar hjá Fimleikafélaginu en fá núna stærra hlutverk hjá nýliðunum. Zeravica er 28 ára örvfættur leikmaður sem getur spilað allar stöður á miðjunni og báðum köntum. Grindvíkingar eru ekki hættir á leikmannamarkaðinum og vilja stækka hópinn sinn. Grindavík missti mikið þegar fyrirliðinn Jósef Kristinn Jósefsson ákvað að fara í Stjörnuna. Þrátt fyrir að vera vinstri bakvörður var Jósef Kristinn gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Grindavíkur og samvinna hans og Alexanders Veigars var eitruð í fyrra. Hinir leikmennirnir sem eru horfnir á braut voru í misstórum hlutverkum í fyrra. En fjarvera þeirra þýðir að breiddin er lítil í leikmannahópi Grindavíkur. Hvað segir Óskar Hrafn?Óskar Hrafn Þorvaldsson er einn sérfræðinga Pepsi-markanna og segir ljóst að Grindavík verði í botnbaráttu í sumar. „Það kemur til með að ráðast af því hversu heilir lykilmenn liðsins munu haldast. Það vantaði nokkra menn í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum og þá kom í ljós að breiddin í liði Grindavíkur er ekki mikil,“ sagði Óskar Hrafn. „Ef að Alexander Veigar er meiddur og verður frá í langan tíma þá væri það mikið högg fyrir þá. Þeir eru þess fyrir utan með framherja í liðinu sem hafa aldrei sannað sig í efstu deild.“ Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, lætur liðið spila samkvæmt 3-5-2 leikkerfinu sem gekk vel í fyrra. „En það var Inkasso-deildin og það er spurning hvort að þetta leikkerfi, sem verði líkara 5-3-2 þegar á hólminn er komið, haldi.“ „En það eru enn tæpar vikur í mót og nægur tími til að finna leikmenn. En lykilatriði fyrir Grindavík er að bestu mennirnir þeirra - Alexander, William Daniels, Sam Hewson, Brynjar Ásgeir og markvörðurinn - haldist heilir. Það er algert lykilatriði.“ Að lokumGrindvíkingar skoruðu mikið í Inkasso-deildinni í fyrra.vísir/eyþórÞað sem við vitum um Grindavík er ... að liðið spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Grindvíkingar skoruðu 50 mörk í Inkasso-deildinni í fyrra en ekkert lið í efstu þremur deildum Íslandsmótsins skoraði fleiri mörk. Grindavík skoraði 18 mörk í Lengjubikarnum í vetur og markaskorið dreifðist vel. Sóknarvopnin eru mörg og ólík. Óli Stefán og Milan Stefán Jankovic, aðstoðarmaður hans, hafa þekkst lengi og vinna vel saman. Það er langt síðan Grindavík hefur verið í efstu deild og stemmningin sem því fylgir gæti reynst liðinu drjúg í upphafi móts.Spurningamerkin eru ... hvernig ætlar Grindavík að fylla skarð Jósefs Kristins? Nær Alexander Veigar að fylgja frábæru tímabili í fyrra eftir á stóra sviðinu? Eru erlendu leikmennirnir sem spiluðu svo vel í fyrra nógu góðir fyrir efstu deild? Breiddin er lítil og reynslan af efstu deild er ekki mikil. Þjálfarinn er sömuleiðis óreyndur í efstu deild.Óli Stefán Flóventsson þreytir frumraun sína sem þjálfari í efstu deild.vísir/antonÍ besta falli: Skilar sóknarbolti Grindvíkinga þeim áframhaldandi sæti í Pepsi-deildinni. Erlendu leikmennirnir reynast nógu góðir fyrir deild þeirra bestu, Alexander Veigar heldur uppteknum hætti frá því í fyrra og Grindvíkingar ná að fylla skarð Jósefs Kristins. Brynjar Ásgeir og Hewson standa sig vel í stærri hlutverkum en hjá FH og koma með sigurhugsun inn í leikmannahópinn.Í versta falli: Hópurinn reynist ekki nógu sterkur á stóra sviðinu og meiðsli og bönn fara illa með liðið. Leikstíllinn sem skilaði liðinu 42 stigum og 50 mörkum í Inkasso-deildinni í fyrra hentar ekki í efstu deild og Grindvíkingar hafa ekki aðra uppskrift að árangri.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira