Sófasérfræðingar og gráðugir úlfar Eva Magnúsdóttir skrifar 5. apríl 2017 09:00 Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar