Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 09:55 Thomas Moller Olsen hefur verið ákærður. Vísir/Anton Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24