Dönsk hagspeki og íslenzkir vextir Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. mars 2017 00:00 Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun