Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins 24. mars 2017 21:44 Strákarnir okkar eru komnir upp í 2. sæti I-riðils. vísir/epa Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem átti undir högg að sækja lengi vel í leiknum. Stigin þrjú komu þó í hús og þau skiluðu Íslandi upp í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu. Gylfi Þór Sigurðsson var að mati Vísis maður leiksins í dag með átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í markinu sem Kósóvó skoraði snemma í síðari hálfleik. Virtist öruggur í sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Átti gott hlaup inn í teig þegar hann nældi í vítaspyrnuna sem skapaði annað mark Íslands í leiknum. Duglegur, eins og alltaf, og hélt sinum manni í skefjum í sínum sjötugasta landsleik.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu sem nýttist á báðum endum vallarins. Samvinna hans við Ragnar gekk vel, eins og svo oft áður síðustu misserin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Hefur ekki spilað mikið að undanförnu en það var ekki að sjá á leik hans. Fékk eins og félagar hans í vörninni nóg að gera en leysti sitt vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti lítið erindi í skallaeinvígið við Nuhiu er Kósóvó minnkaði muninn. Var mikið í boltanum og reyndi eins og hann gat að leggja sitt af mörkum í sókninni.Emil Hallfreðsson, hægri kantmaður 5 Dró sig mikið inn á miðjuna og hjálpaði til í varnarleiknum. En það kom lítið úr honum fram á við og þess var saknað í sóknarleik íslenska liðsins.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Eins og svo oft áður í afar mikilvægu hlutverki inni á miðjunni. Gerði sitt vel en gat lítið sótt fram á við.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 - maður leiksins Framlag hans skiptir íslenska liðið svo svakalega miklu máli og það sýndi sig enn og aftur í kvöld - sérstaklega í báðum mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða, enn og aftur.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Duglegur og átti þátt í fyrsta marki Íslands en framlag hans fram á við hefði mátt skila sér oftar í hættulegri færum. Virtist stundum eilítið villtur með boltann.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 7 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gerði það vel. Markið var mikill léttir eftir strembnar upphafsmínútur. Fékk annars úr litlu að moða.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Var duglegur framan af og reyndi að ógna nokkrum sinnum með ágætum marktilraunum en annars komið lítið úr Viðari í þessum leik.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 69. mínútu) 6 Var að venju duglegur og átti einn ágætis skalla yfir mark Kósóvó.Rúrik Gíslason- (Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 72. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á Björn Bergmann Sigurðarson á 86. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem átti undir högg að sækja lengi vel í leiknum. Stigin þrjú komu þó í hús og þau skiluðu Íslandi upp í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu. Gylfi Þór Sigurðsson var að mati Vísis maður leiksins í dag með átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í markinu sem Kósóvó skoraði snemma í síðari hálfleik. Virtist öruggur í sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Átti gott hlaup inn í teig þegar hann nældi í vítaspyrnuna sem skapaði annað mark Íslands í leiknum. Duglegur, eins og alltaf, og hélt sinum manni í skefjum í sínum sjötugasta landsleik.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu sem nýttist á báðum endum vallarins. Samvinna hans við Ragnar gekk vel, eins og svo oft áður síðustu misserin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Hefur ekki spilað mikið að undanförnu en það var ekki að sjá á leik hans. Fékk eins og félagar hans í vörninni nóg að gera en leysti sitt vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti lítið erindi í skallaeinvígið við Nuhiu er Kósóvó minnkaði muninn. Var mikið í boltanum og reyndi eins og hann gat að leggja sitt af mörkum í sókninni.Emil Hallfreðsson, hægri kantmaður 5 Dró sig mikið inn á miðjuna og hjálpaði til í varnarleiknum. En það kom lítið úr honum fram á við og þess var saknað í sóknarleik íslenska liðsins.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Eins og svo oft áður í afar mikilvægu hlutverki inni á miðjunni. Gerði sitt vel en gat lítið sótt fram á við.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 - maður leiksins Framlag hans skiptir íslenska liðið svo svakalega miklu máli og það sýndi sig enn og aftur í kvöld - sérstaklega í báðum mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða, enn og aftur.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Duglegur og átti þátt í fyrsta marki Íslands en framlag hans fram á við hefði mátt skila sér oftar í hættulegri færum. Virtist stundum eilítið villtur með boltann.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 7 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gerði það vel. Markið var mikill léttir eftir strembnar upphafsmínútur. Fékk annars úr litlu að moða.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Var duglegur framan af og reyndi að ógna nokkrum sinnum með ágætum marktilraunum en annars komið lítið úr Viðari í þessum leik.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 69. mínútu) 6 Var að venju duglegur og átti einn ágætis skalla yfir mark Kósóvó.Rúrik Gíslason- (Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 72. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á Björn Bergmann Sigurðarson á 86. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30