Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins 24. mars 2017 21:44 Strákarnir okkar eru komnir upp í 2. sæti I-riðils. vísir/epa Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem átti undir högg að sækja lengi vel í leiknum. Stigin þrjú komu þó í hús og þau skiluðu Íslandi upp í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu. Gylfi Þór Sigurðsson var að mati Vísis maður leiksins í dag með átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í markinu sem Kósóvó skoraði snemma í síðari hálfleik. Virtist öruggur í sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Átti gott hlaup inn í teig þegar hann nældi í vítaspyrnuna sem skapaði annað mark Íslands í leiknum. Duglegur, eins og alltaf, og hélt sinum manni í skefjum í sínum sjötugasta landsleik.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu sem nýttist á báðum endum vallarins. Samvinna hans við Ragnar gekk vel, eins og svo oft áður síðustu misserin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Hefur ekki spilað mikið að undanförnu en það var ekki að sjá á leik hans. Fékk eins og félagar hans í vörninni nóg að gera en leysti sitt vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti lítið erindi í skallaeinvígið við Nuhiu er Kósóvó minnkaði muninn. Var mikið í boltanum og reyndi eins og hann gat að leggja sitt af mörkum í sókninni.Emil Hallfreðsson, hægri kantmaður 5 Dró sig mikið inn á miðjuna og hjálpaði til í varnarleiknum. En það kom lítið úr honum fram á við og þess var saknað í sóknarleik íslenska liðsins.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Eins og svo oft áður í afar mikilvægu hlutverki inni á miðjunni. Gerði sitt vel en gat lítið sótt fram á við.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 - maður leiksins Framlag hans skiptir íslenska liðið svo svakalega miklu máli og það sýndi sig enn og aftur í kvöld - sérstaklega í báðum mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða, enn og aftur.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Duglegur og átti þátt í fyrsta marki Íslands en framlag hans fram á við hefði mátt skila sér oftar í hættulegri færum. Virtist stundum eilítið villtur með boltann.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 7 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gerði það vel. Markið var mikill léttir eftir strembnar upphafsmínútur. Fékk annars úr litlu að moða.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Var duglegur framan af og reyndi að ógna nokkrum sinnum með ágætum marktilraunum en annars komið lítið úr Viðari í þessum leik.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 69. mínútu) 6 Var að venju duglegur og átti einn ágætis skalla yfir mark Kósóvó.Rúrik Gíslason- (Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 72. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á Björn Bergmann Sigurðarson á 86. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem átti undir högg að sækja lengi vel í leiknum. Stigin þrjú komu þó í hús og þau skiluðu Íslandi upp í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu. Gylfi Þór Sigurðsson var að mati Vísis maður leiksins í dag með átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í markinu sem Kósóvó skoraði snemma í síðari hálfleik. Virtist öruggur í sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Átti gott hlaup inn í teig þegar hann nældi í vítaspyrnuna sem skapaði annað mark Íslands í leiknum. Duglegur, eins og alltaf, og hélt sinum manni í skefjum í sínum sjötugasta landsleik.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu sem nýttist á báðum endum vallarins. Samvinna hans við Ragnar gekk vel, eins og svo oft áður síðustu misserin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Hefur ekki spilað mikið að undanförnu en það var ekki að sjá á leik hans. Fékk eins og félagar hans í vörninni nóg að gera en leysti sitt vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti lítið erindi í skallaeinvígið við Nuhiu er Kósóvó minnkaði muninn. Var mikið í boltanum og reyndi eins og hann gat að leggja sitt af mörkum í sókninni.Emil Hallfreðsson, hægri kantmaður 5 Dró sig mikið inn á miðjuna og hjálpaði til í varnarleiknum. En það kom lítið úr honum fram á við og þess var saknað í sóknarleik íslenska liðsins.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Eins og svo oft áður í afar mikilvægu hlutverki inni á miðjunni. Gerði sitt vel en gat lítið sótt fram á við.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 - maður leiksins Framlag hans skiptir íslenska liðið svo svakalega miklu máli og það sýndi sig enn og aftur í kvöld - sérstaklega í báðum mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða, enn og aftur.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Duglegur og átti þátt í fyrsta marki Íslands en framlag hans fram á við hefði mátt skila sér oftar í hættulegri færum. Virtist stundum eilítið villtur með boltann.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 7 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gerði það vel. Markið var mikill léttir eftir strembnar upphafsmínútur. Fékk annars úr litlu að moða.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Var duglegur framan af og reyndi að ógna nokkrum sinnum með ágætum marktilraunum en annars komið lítið úr Viðari í þessum leik.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 69. mínútu) 6 Var að venju duglegur og átti einn ágætis skalla yfir mark Kósóvó.Rúrik Gíslason- (Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 72. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á Björn Bergmann Sigurðarson á 86. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30