Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2017 22:08 „Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
„Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02