Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:12 Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur fyrir okkur og að fá þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í. Að skora var svo bara frábært," sagði Björn í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var ekki fallegur leikur, en við unnum þetta á baráttunni og liðsandanum. Mér fannst við standa saman og eiga þetta skilið." Björn segir að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði mikil barátta og Björn var sáttur við framlag framherjana. „Við vissum þetta fyrir leikinn að þetta yrði vinnsla allan leikinn og svo er ég auðvitað í miðju undirbúningstímabili núna þannig að ég var alveg búinn þegar ég fór útaf."Þessi treyja verður sannarlega minjagripur.Vísir/E. Stefán„Mér fannst við Viðar vera duglegir þarna frammi og ég gerði mitt," en missti hann aldrei sjónar á boltanum þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa og skoraði sitt fyrsta mark? Sjá einnig: Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið „Nei, ég sá skotið hjá Gylfa og ég vonaði að það færi inn, en ég var alltaf klár. Þú veist að Gylfi skýtur á fjær þarna þá ertu kominn og pikkar honum inn." Þessi sigur var gífurlega mikilvægur fyrir liðið og stöðuna í riðlinum, en Björn segir að leikmenn ætli að fara sér hægt í framhaldinu. „Við tökum einn dag í einu. Við tökum næsta leik í júní og það verður stórleikur. Við gerum okkar besta," en liðið mætir Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Blaðamaður Vísis gat ekki sleppt Birni án þess að spyrja hann út í stafsetningarvilluna á búningi hans. Það var einu s-i ofaukið á búningnum - þar sem stóð Sigurðarsson en átti auðvitað að vera Sigurðarson. „Ég tók ekki eftir því," sagði Björn Bergmann og hló mikið: „Ég tek hana með mér heim!" HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur fyrir okkur og að fá þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í. Að skora var svo bara frábært," sagði Björn í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var ekki fallegur leikur, en við unnum þetta á baráttunni og liðsandanum. Mér fannst við standa saman og eiga þetta skilið." Björn segir að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði mikil barátta og Björn var sáttur við framlag framherjana. „Við vissum þetta fyrir leikinn að þetta yrði vinnsla allan leikinn og svo er ég auðvitað í miðju undirbúningstímabili núna þannig að ég var alveg búinn þegar ég fór útaf."Þessi treyja verður sannarlega minjagripur.Vísir/E. Stefán„Mér fannst við Viðar vera duglegir þarna frammi og ég gerði mitt," en missti hann aldrei sjónar á boltanum þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa og skoraði sitt fyrsta mark? Sjá einnig: Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið „Nei, ég sá skotið hjá Gylfa og ég vonaði að það færi inn, en ég var alltaf klár. Þú veist að Gylfi skýtur á fjær þarna þá ertu kominn og pikkar honum inn." Þessi sigur var gífurlega mikilvægur fyrir liðið og stöðuna í riðlinum, en Björn segir að leikmenn ætli að fara sér hægt í framhaldinu. „Við tökum einn dag í einu. Við tökum næsta leik í júní og það verður stórleikur. Við gerum okkar besta," en liðið mætir Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Blaðamaður Vísis gat ekki sleppt Birni án þess að spyrja hann út í stafsetningarvilluna á búningi hans. Það var einu s-i ofaukið á búningnum - þar sem stóð Sigurðarsson en átti auðvitað að vera Sigurðarson. „Ég tók ekki eftir því," sagði Björn Bergmann og hló mikið: „Ég tek hana með mér heim!"
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08