Fyrirgefning eða fangelsi Ívar Halldórsson skrifar 28. mars 2017 16:25 Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar