Kobbi krókur og réttarríkið Sigurður Árni Þórðarson skrifar 10. mars 2017 07:00 Þegar Guðný selur Karli húsið sitt er gerður um söluna samningur um kaupverð, afhendingartíma og hvernig greiðslu skuli háttað. Svo fær kaupandinn eignina og ber að greiða á tilsettum tíma. En hvað gerist ef Karl kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé bara búinn að borga nóg og vilji ekki borga meira? Ef hugdettan er ekki í samræmi við samninginn verður Guðnýju væntanlega ekki skemmt. Samningar eru samningar og við þá verður að standa hvað svo sem fólki finnst einhverjum árum eftir að samningar eru gerðir. Ef ekki er staðið við samninga þarf að endursemja eða leiða vanefndir til lykta fyrir dómstólum. Við viljum flest að eignarréttur haldi og réttarríki blómstri. Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkið segi upp gildum samningi við þjóðkirkjuna. Risastórt eignasafn hennar var endanlega afhent ríkinu árið 1997. Ríkið tók við þessum eignum og samdi við þjóðkirkjuna um endurgjald fyrir og þeir samningar eru lagalega fullgildir. En nú finnst Pírötum að búið sé að borga nóg og ríkið eigi bara að hætta að borga. Rifta eigi samningnum en ríkið eigi samt að halda eignunum. Ef dæmið af Guðnýju og Karli er notað leggja þeir til að Karl hætti að borga Guðnýju af því honum finnist hann vera búinn að borga nóg. Með málflutningi sínum leggja Píratar til að farnar verði aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í réttarríki. Þeim finnst að ríkið eigi að hætta að borga en halda samt „húsinu“. Í hvaða stöðu er kirkjan sett? Hún framseldi ríkinu eignirnar til að kosta laun prestanna. Greiðsla ríkisins er ekki ríkisframlag heldur endurgjald vegna kaupa á eignum þjóðkirkjunnar. Samningur um verð gildir óháð duttlungum eða síðari tíma tilfinningum.Heilindi af beggja hálfu Samningur ríkisins og þjóðkirkjunnar var gerður með fullri meðvitund og heilindum af beggja hálfu. Enginn skyldi kasta rýrð á samningamennina. Það var vissulega erfitt að meta verðgildi eignanna en sátt var um matið. Allt eignasafnið var góður hluti jarðeigna í landinu og eignirnar voru og eru verðmiklar. Hvernig á að meta eign Garðakirkju nú, þ.e. landið undir öllum Garðabæ? Hvernig á að meta land undir öllum húsum í Borgarnesi, land Borgarkirkju? Hvernig metum við verðmæti Þingvalla – þó ekki sé nema kristalstært vatnið í Þingvallahrauni? Síðan má meta kirkjujarðir um allt land út frá veiðitekjum, náttúrugæðum ýmiss konar, virkjana- og ferðaþjónustumöguleikum. Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. En það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um þessar eignir og afgjald. Ef meirihluti þjóðar og þings vill rifta þessum samningi þarf að ræða um hvernig það verði gert. Samningurinn varðar ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan er frjáls og að mestu óháð ríkinu og ríkið vill hafa sem minnst afskipti af henni. Svo fremi sem hún er ekki hlunnfarin getur þjóðkirkjan séð um eigin rekstur með greiðslum sem henni ber skv. samningum við ríkisvaldið – eða með því að ríkið skili eignunum eða verðmæti þeirra til kirkjunnar að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Guðný selur Karli húsið sitt er gerður um söluna samningur um kaupverð, afhendingartíma og hvernig greiðslu skuli háttað. Svo fær kaupandinn eignina og ber að greiða á tilsettum tíma. En hvað gerist ef Karl kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé bara búinn að borga nóg og vilji ekki borga meira? Ef hugdettan er ekki í samræmi við samninginn verður Guðnýju væntanlega ekki skemmt. Samningar eru samningar og við þá verður að standa hvað svo sem fólki finnst einhverjum árum eftir að samningar eru gerðir. Ef ekki er staðið við samninga þarf að endursemja eða leiða vanefndir til lykta fyrir dómstólum. Við viljum flest að eignarréttur haldi og réttarríki blómstri. Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkið segi upp gildum samningi við þjóðkirkjuna. Risastórt eignasafn hennar var endanlega afhent ríkinu árið 1997. Ríkið tók við þessum eignum og samdi við þjóðkirkjuna um endurgjald fyrir og þeir samningar eru lagalega fullgildir. En nú finnst Pírötum að búið sé að borga nóg og ríkið eigi bara að hætta að borga. Rifta eigi samningnum en ríkið eigi samt að halda eignunum. Ef dæmið af Guðnýju og Karli er notað leggja þeir til að Karl hætti að borga Guðnýju af því honum finnist hann vera búinn að borga nóg. Með málflutningi sínum leggja Píratar til að farnar verði aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í réttarríki. Þeim finnst að ríkið eigi að hætta að borga en halda samt „húsinu“. Í hvaða stöðu er kirkjan sett? Hún framseldi ríkinu eignirnar til að kosta laun prestanna. Greiðsla ríkisins er ekki ríkisframlag heldur endurgjald vegna kaupa á eignum þjóðkirkjunnar. Samningur um verð gildir óháð duttlungum eða síðari tíma tilfinningum.Heilindi af beggja hálfu Samningur ríkisins og þjóðkirkjunnar var gerður með fullri meðvitund og heilindum af beggja hálfu. Enginn skyldi kasta rýrð á samningamennina. Það var vissulega erfitt að meta verðgildi eignanna en sátt var um matið. Allt eignasafnið var góður hluti jarðeigna í landinu og eignirnar voru og eru verðmiklar. Hvernig á að meta eign Garðakirkju nú, þ.e. landið undir öllum Garðabæ? Hvernig á að meta land undir öllum húsum í Borgarnesi, land Borgarkirkju? Hvernig metum við verðmæti Þingvalla – þó ekki sé nema kristalstært vatnið í Þingvallahrauni? Síðan má meta kirkjujarðir um allt land út frá veiðitekjum, náttúrugæðum ýmiss konar, virkjana- og ferðaþjónustumöguleikum. Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. En það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um þessar eignir og afgjald. Ef meirihluti þjóðar og þings vill rifta þessum samningi þarf að ræða um hvernig það verði gert. Samningurinn varðar ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan er frjáls og að mestu óháð ríkinu og ríkið vill hafa sem minnst afskipti af henni. Svo fremi sem hún er ekki hlunnfarin getur þjóðkirkjan séð um eigin rekstur með greiðslum sem henni ber skv. samningum við ríkisvaldið – eða með því að ríkið skili eignunum eða verðmæti þeirra til kirkjunnar að nýju.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun