Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 21:30 Wes Morgan fagnar marki sínu. Vísir/Getty Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld. Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum. Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri. Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin. Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli. Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið. Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna. Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld. Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum. Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri. Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin. Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli. Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið. Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna. Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira