Mónakó sló Manchester City út á fleiri mörkum á útivelli | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 21:30 Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Mónakó vann þar með á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en bæði liðin skoruðu sex mörk í þessum tveimur leikjum. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en þessi þrjú útivallarmörk sem Mónakó skoraði á Ethiad-leikvanginum skiluðu liðinu áfram . Það er samt ótrúlegt að sex mörk hafi ekki dugað liði Pep Guardiola til þess að komast áfram en enn á ný var það dapur varnarleikur liðsins sem varð því að falli. Leicester City er því eina enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni. Markið sem réði endanlega úrslitum skoraði Tiemoue Bakayoko með skalla þegar þrettán mínútur voru eftir. Heimamenn í Mónakó voru miklu sterkari frá byrjun og það var eftir gangi leiksins að franska liðið náði að komast yfir eftir aðeins sjö mínútna leiks. Markið skoraði Kylian Mbappe strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Bernando Silva en það var Benjamin Mendy sem sprengdi upp City-vörnina í upphafi sóknarinnar. Kylian Mbappe hafði áður fengið fínt færi til að skora en bætti fyrir það með því að koma sínum mönnum í 1-0. Benjamin Mendy var aftur á ferðinni á vinstri vængnum á 28. mínútu þegar hann komst upp að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Fabinho afgreiddi boltann í markið. Mónakó var þar með komið í 2-0 og þau úrslit nægðu liðinu til að komast áfram. Manchester City náði hinsvegar að minnka muninn í seinni hálfleik með marki Leroy Sane á 71. mínútu. Leroy Sane stýrði þá skoti Raheem Sterling í markið og City-menn voru á leiðinni áfram með þeim úrslitum. Heimamenn í Mónakó áttu hinsvegar lokaorðið þegar Tiemoue Bakayoko kom Mónakó aftur tveimur mörkum yfir aðeins sex mínútum síðar. Tiemoue Bakayoko skallaði þá aukaspyrnu Thomas Lemar í markið. Þetta var fyrsta alvöru sókn Mónakó-liðsins í seinni hálfleiknum en hún var gulls ígildi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira
Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Mónakó vann þar með á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en bæði liðin skoruðu sex mörk í þessum tveimur leikjum. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en þessi þrjú útivallarmörk sem Mónakó skoraði á Ethiad-leikvanginum skiluðu liðinu áfram . Það er samt ótrúlegt að sex mörk hafi ekki dugað liði Pep Guardiola til þess að komast áfram en enn á ný var það dapur varnarleikur liðsins sem varð því að falli. Leicester City er því eina enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni. Markið sem réði endanlega úrslitum skoraði Tiemoue Bakayoko með skalla þegar þrettán mínútur voru eftir. Heimamenn í Mónakó voru miklu sterkari frá byrjun og það var eftir gangi leiksins að franska liðið náði að komast yfir eftir aðeins sjö mínútna leiks. Markið skoraði Kylian Mbappe strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Bernando Silva en það var Benjamin Mendy sem sprengdi upp City-vörnina í upphafi sóknarinnar. Kylian Mbappe hafði áður fengið fínt færi til að skora en bætti fyrir það með því að koma sínum mönnum í 1-0. Benjamin Mendy var aftur á ferðinni á vinstri vængnum á 28. mínútu þegar hann komst upp að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Fabinho afgreiddi boltann í markið. Mónakó var þar með komið í 2-0 og þau úrslit nægðu liðinu til að komast áfram. Manchester City náði hinsvegar að minnka muninn í seinni hálfleik með marki Leroy Sane á 71. mínútu. Leroy Sane stýrði þá skoti Raheem Sterling í markið og City-menn voru á leiðinni áfram með þeim úrslitum. Heimamenn í Mónakó áttu hinsvegar lokaorðið þegar Tiemoue Bakayoko kom Mónakó aftur tveimur mörkum yfir aðeins sex mínútum síðar. Tiemoue Bakayoko skallaði þá aukaspyrnu Thomas Lemar í markið. Þetta var fyrsta alvöru sókn Mónakó-liðsins í seinni hálfleiknum en hún var gulls ígildi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira