Fótbolti

Guardiola: Gleymdum að spila fótbolta í fyrri hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola lætur sína menn heyra það í kvöld.
Pep Guardiola lætur sína menn heyra það í kvöld. Vísir/Getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, horfðu upp á sitt lið falla út úr Meistaradeildinni í kvöld. Hann gagnrýndi liðið fyrri hálfleikinn en hrósaði sínum mönnum fyrir þann síðari.

„Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleiknum en við gleymdum að spila fótbolta í fyrri hálfleik. Við ætluðum okkur að verjast af grimmd. Við vorum miklu betri í seinni hálfleiknum en það var ekki nóg,“ sagði Pep Guardiola við BT Sport.

„Vanalega erum við að spila góðan fótbolta en við gerðum það ekki í kvöld. Við lærum af þessu. Þetta lið hefur ekki mikla reynslu,“ sagði Guardiola.

„Við sköpuðum samt færi í seinni hálfleiknum en við nýttum þau ekki og þessa vegna erum við úr leik. Föstu leikatriðin eru líka svo mikilvægi á þessu stigi keppninnar. Barcelona og Real Madrid skoruðu bæði mörk úr föstum leikatriðum í síðustu viku. Við vorum ekki til staðar í okkur föstu leikatriðum og við vorum ekki staðar í fyrri hálfleiknum,“ sagði Guardiola.

„Við munum bæta okkur en þessi keppni krefst svo mikils. Stundum þurfa lið bæði að vera sérstök og heppin. Við vorum það ekki í kvöld,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×