Suárez: Megum ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 20:15 Börsungar þurfa að skora fimm. vísir/getty Barcelona getur annað kvöld fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í tíu ár. Liðið hefur komist að minnsta kosti í átta liða úrslit á hverri leiktíð síðan 2007/2008 og unnið keppnina þrisvar sinnum á þeim tíma. Liverpool var síðasta liðið til að skella Börsungum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Evrópu-Rafa Benítez stýrði Liverpool-liðinu til sigurs gegn Katalóníurisanum í febrúar árið 2007. Liverpool fór alla leið í úrslit það tímabilið en tapaði fyrir AC Milan, 2-1. Barcelona er 4-0 undir í einvígi sínu gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar að þessu sinni og þarf að skora fimm sinnum til að komast áfram. Spænsku meistararnir hafa sýnt klærnar heima fyrir eftir skellinn gegn PSG og verið að raða inn mörkum. PSG þarf því aðeins að passa sig á morgun. Luis Suárez, framherji Barcelona, er ekki búinn að gefast upp enda veit hann að Börsungar geta skorað fjögur til fimm mörk á Nývangi á móti hverjum sem er. „Fyrri leikurinn fór svakalega illa með okkur en það besta við fótboltann er að maður fær alltaf tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Við höfum verið að spila góðan fótbolta að undanförnu og skorað flott mörk. Það viljum við gera á miðvikudaginn,“ sagði Suárez á blaðamannafundi Barcelona í dag. „Við hlökkum til leiksins. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að snúa þessu einvígi við. Við erum meðvitaðir um að seinni leikurinn er bara 90 mínútur en við verðum samt að vera þolinmóðir. Við megum ekki tapa okkur. Við þurfum að vera ákveðnir en alls ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suárez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Sjá meira
Barcelona getur annað kvöld fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í tíu ár. Liðið hefur komist að minnsta kosti í átta liða úrslit á hverri leiktíð síðan 2007/2008 og unnið keppnina þrisvar sinnum á þeim tíma. Liverpool var síðasta liðið til að skella Börsungum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Evrópu-Rafa Benítez stýrði Liverpool-liðinu til sigurs gegn Katalóníurisanum í febrúar árið 2007. Liverpool fór alla leið í úrslit það tímabilið en tapaði fyrir AC Milan, 2-1. Barcelona er 4-0 undir í einvígi sínu gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar að þessu sinni og þarf að skora fimm sinnum til að komast áfram. Spænsku meistararnir hafa sýnt klærnar heima fyrir eftir skellinn gegn PSG og verið að raða inn mörkum. PSG þarf því aðeins að passa sig á morgun. Luis Suárez, framherji Barcelona, er ekki búinn að gefast upp enda veit hann að Börsungar geta skorað fjögur til fimm mörk á Nývangi á móti hverjum sem er. „Fyrri leikurinn fór svakalega illa með okkur en það besta við fótboltann er að maður fær alltaf tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Við höfum verið að spila góðan fótbolta að undanförnu og skorað flott mörk. Það viljum við gera á miðvikudaginn,“ sagði Suárez á blaðamannafundi Barcelona í dag. „Við hlökkum til leiksins. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að snúa þessu einvígi við. Við erum meðvitaðir um að seinni leikurinn er bara 90 mínútur en við verðum samt að vera þolinmóðir. Við megum ekki tapa okkur. Við þurfum að vera ákveðnir en alls ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suárez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Sjá meira