Suárez: Megum ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 20:15 Börsungar þurfa að skora fimm. vísir/getty Barcelona getur annað kvöld fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í tíu ár. Liðið hefur komist að minnsta kosti í átta liða úrslit á hverri leiktíð síðan 2007/2008 og unnið keppnina þrisvar sinnum á þeim tíma. Liverpool var síðasta liðið til að skella Börsungum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Evrópu-Rafa Benítez stýrði Liverpool-liðinu til sigurs gegn Katalóníurisanum í febrúar árið 2007. Liverpool fór alla leið í úrslit það tímabilið en tapaði fyrir AC Milan, 2-1. Barcelona er 4-0 undir í einvígi sínu gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar að þessu sinni og þarf að skora fimm sinnum til að komast áfram. Spænsku meistararnir hafa sýnt klærnar heima fyrir eftir skellinn gegn PSG og verið að raða inn mörkum. PSG þarf því aðeins að passa sig á morgun. Luis Suárez, framherji Barcelona, er ekki búinn að gefast upp enda veit hann að Börsungar geta skorað fjögur til fimm mörk á Nývangi á móti hverjum sem er. „Fyrri leikurinn fór svakalega illa með okkur en það besta við fótboltann er að maður fær alltaf tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Við höfum verið að spila góðan fótbolta að undanförnu og skorað flott mörk. Það viljum við gera á miðvikudaginn,“ sagði Suárez á blaðamannafundi Barcelona í dag. „Við hlökkum til leiksins. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að snúa þessu einvígi við. Við erum meðvitaðir um að seinni leikurinn er bara 90 mínútur en við verðum samt að vera þolinmóðir. Við megum ekki tapa okkur. Við þurfum að vera ákveðnir en alls ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suárez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Barcelona getur annað kvöld fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í tíu ár. Liðið hefur komist að minnsta kosti í átta liða úrslit á hverri leiktíð síðan 2007/2008 og unnið keppnina þrisvar sinnum á þeim tíma. Liverpool var síðasta liðið til að skella Börsungum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Evrópu-Rafa Benítez stýrði Liverpool-liðinu til sigurs gegn Katalóníurisanum í febrúar árið 2007. Liverpool fór alla leið í úrslit það tímabilið en tapaði fyrir AC Milan, 2-1. Barcelona er 4-0 undir í einvígi sínu gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar að þessu sinni og þarf að skora fimm sinnum til að komast áfram. Spænsku meistararnir hafa sýnt klærnar heima fyrir eftir skellinn gegn PSG og verið að raða inn mörkum. PSG þarf því aðeins að passa sig á morgun. Luis Suárez, framherji Barcelona, er ekki búinn að gefast upp enda veit hann að Börsungar geta skorað fjögur til fimm mörk á Nývangi á móti hverjum sem er. „Fyrri leikurinn fór svakalega illa með okkur en það besta við fótboltann er að maður fær alltaf tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Við höfum verið að spila góðan fótbolta að undanförnu og skorað flott mörk. Það viljum við gera á miðvikudaginn,“ sagði Suárez á blaðamannafundi Barcelona í dag. „Við hlökkum til leiksins. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að snúa þessu einvígi við. Við erum meðvitaðir um að seinni leikurinn er bara 90 mínútur en við verðum samt að vera þolinmóðir. Við megum ekki tapa okkur. Við þurfum að vera ákveðnir en alls ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suárez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira