Tekst Barcelona hið ómögulega? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Lionel Messi komst lítt áleiðis í fyrri leiknum gegn PSG. vísir/getty Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira