Feigðarflan og frjáls vilji Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun