Er þetta í lagi? Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Forsætisráðherra ákvað að fela upplýsingar sem vörðuðu almannahag fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Skýrslurnar tvær sem geymdar voru í skúffu í fjármálaráðuneytinu eru um tvö helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Í skýrslunni um skattsvik margra ríkra Íslendinga er að finna staðfestingu á því að þau voru ekki einskorðuð við eina lögfræðiskrifstofu og voru t.d. fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Í fjölmiðlum og í fréttaskýringaþáttum hafa menn farið yfir söguna eftir að upplýsingarnar komu fram í dagsljósið og hvernig ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins drógu það að setja reglur til að torvelda flutning á peningum í skattaskjól, um nauðsyn þess að koma í veg fyrir skattsvikin og hverjir það eru helst sem stunda slík svik við samfélagið.Athyglin hefði beinst að Panama-skjölunum Umræður um þetta í aðdraganda kosninga hefðu augljóslega dregið athyglina enn frekar að Panama-skjölunum og ástæðuna fyrir því að kosið var fyrr en áætlað var. Í skýrslunni um stóra loforðið sem varð til þess að ríkisstjórnin komst til valda eftir kosningar 2013 var í fyrsta sinn greint frá því hvernig „leiðréttingin“ svokallaða, 72,2 milljarðar kr. sem greiddir voru úr ríkissjóði, skiptist á milli eigna- og tekjuhópa á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72% alls þess fjár sem greitt var út og 10% tekjuhæstu Íslendinganna fengu um þriðjung, eða 22 milljarða kr. Skýrslan hefði augljóslega kallað fram miklar umræður í aðdraganda kosninga og dregið athyglina að framkvæmdinni, að óréttlæti hennar, þróun húsnæðisverðs og stöðu þeirra sem ekkert fengu, s.s. leigjenda og ungs fólks. Og auðvitað hefði forsætisráðherra fundist það óþægilegt fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn ef athygli hefði beinst að þessum málum fyrir kosningar. Þess vegna er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið ástæðan fyrir drættinum á birtingu skýrslnanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra ákvað að fela upplýsingar sem vörðuðu almannahag fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Skýrslurnar tvær sem geymdar voru í skúffu í fjármálaráðuneytinu eru um tvö helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Í skýrslunni um skattsvik margra ríkra Íslendinga er að finna staðfestingu á því að þau voru ekki einskorðuð við eina lögfræðiskrifstofu og voru t.d. fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Í fjölmiðlum og í fréttaskýringaþáttum hafa menn farið yfir söguna eftir að upplýsingarnar komu fram í dagsljósið og hvernig ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins drógu það að setja reglur til að torvelda flutning á peningum í skattaskjól, um nauðsyn þess að koma í veg fyrir skattsvikin og hverjir það eru helst sem stunda slík svik við samfélagið.Athyglin hefði beinst að Panama-skjölunum Umræður um þetta í aðdraganda kosninga hefðu augljóslega dregið athyglina enn frekar að Panama-skjölunum og ástæðuna fyrir því að kosið var fyrr en áætlað var. Í skýrslunni um stóra loforðið sem varð til þess að ríkisstjórnin komst til valda eftir kosningar 2013 var í fyrsta sinn greint frá því hvernig „leiðréttingin“ svokallaða, 72,2 milljarðar kr. sem greiddir voru úr ríkissjóði, skiptist á milli eigna- og tekjuhópa á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72% alls þess fjár sem greitt var út og 10% tekjuhæstu Íslendinganna fengu um þriðjung, eða 22 milljarða kr. Skýrslan hefði augljóslega kallað fram miklar umræður í aðdraganda kosninga og dregið athyglina að framkvæmdinni, að óréttlæti hennar, þróun húsnæðisverðs og stöðu þeirra sem ekkert fengu, s.s. leigjenda og ungs fólks. Og auðvitað hefði forsætisráðherra fundist það óþægilegt fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn ef athygli hefði beinst að þessum málum fyrir kosningar. Þess vegna er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið ástæðan fyrir drættinum á birtingu skýrslnanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar