Röng skilaboð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Við höfum átt orðastað, ég og forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi um skil hans á skýrslum um aflandsfélög og skuldaleiðréttinguna. Í máli hans kemur fram að hann telur réttlætanlegt að hafa haldið þeim frá almenningi og Alþingi fram yfir ríkisstjórnarmyndun en viðurkennir þó mistök vegna skila þeirra fyrri. Hvað skýrsluskil varðar þá er kýrskýrt að ráðherra er almennt ekki dómari um hvenær skýrsla skal lögð fram, plagg sem beðið er um af þinginu og unnin af sérfræðingum, eins þótt verkbeiðandinn sé ráðherra. Skýrsla á samkvæmt eðlilegum lýðræðisvinnubrögðum alla jafna að birtast þingi og þjóð þegar hún er tilbúin að mati sérfræðinganna en ekki þegar ráðherra telur hana birtingarhæfa. Innihaldið er ekki ákvarðandi í fyrsta sæti, ekki lengdin, ekki hversu sammála eða ósammála ráðherra er innihaldinu. Þetta er verkferli sem við eigum ekki að þurfa að deila um. Ég lít svo á að ráðherra hafi orðið á alvarleg mistök enda um meðvitaða ákvörðun að ræða, ekki gleymsku. Skilaboð til almennings og Alþingis í ljósi lýðræðis eru röng. Ráðherra hefur sagt í andsvörum að þingheimur þyrfti að vera sammála um eðli og inntak siðareglna. Að sjálfsögðu. Ég var einmitt að reyna að fá hans afstöðu fram vegna algengs misskilnings margra um eðli og inntak siðareglna. Engu máli skiptir við mat á siðareglubrotum hvort viðkomandi hafi orðið á óvarkárni, gleymska eða hann haft uppi ásetning. Flest má kalla mistök. Það hugtak frelsar engan undan því að hafa framið ósiðrænan verknað. Brot viðkomandi er brot vegna þess að það er yfirleitt ekki hægt að sanna hvað lá að baki rangri ákvörðun sem reglur segja vera brot. Afsökun breytir engu nema ef til vill viðurlögum. Þetta er kjarni míns máls og varðar miklu ef siðareglur eiga að vera til gagns. Við getum deilt um hvað á við um skýrsluskilin, brot eða ekki brot, en morgunljóst að mat á siðareglubrotum er fyrst og fremst mat á gjörningnum sjálfum ekki á misgáningi, gleymsku, ásetningi eða persónulegu mati viðkomandi á eigin gerðum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum átt orðastað, ég og forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi um skil hans á skýrslum um aflandsfélög og skuldaleiðréttinguna. Í máli hans kemur fram að hann telur réttlætanlegt að hafa haldið þeim frá almenningi og Alþingi fram yfir ríkisstjórnarmyndun en viðurkennir þó mistök vegna skila þeirra fyrri. Hvað skýrsluskil varðar þá er kýrskýrt að ráðherra er almennt ekki dómari um hvenær skýrsla skal lögð fram, plagg sem beðið er um af þinginu og unnin af sérfræðingum, eins þótt verkbeiðandinn sé ráðherra. Skýrsla á samkvæmt eðlilegum lýðræðisvinnubrögðum alla jafna að birtast þingi og þjóð þegar hún er tilbúin að mati sérfræðinganna en ekki þegar ráðherra telur hana birtingarhæfa. Innihaldið er ekki ákvarðandi í fyrsta sæti, ekki lengdin, ekki hversu sammála eða ósammála ráðherra er innihaldinu. Þetta er verkferli sem við eigum ekki að þurfa að deila um. Ég lít svo á að ráðherra hafi orðið á alvarleg mistök enda um meðvitaða ákvörðun að ræða, ekki gleymsku. Skilaboð til almennings og Alþingis í ljósi lýðræðis eru röng. Ráðherra hefur sagt í andsvörum að þingheimur þyrfti að vera sammála um eðli og inntak siðareglna. Að sjálfsögðu. Ég var einmitt að reyna að fá hans afstöðu fram vegna algengs misskilnings margra um eðli og inntak siðareglna. Engu máli skiptir við mat á siðareglubrotum hvort viðkomandi hafi orðið á óvarkárni, gleymska eða hann haft uppi ásetning. Flest má kalla mistök. Það hugtak frelsar engan undan því að hafa framið ósiðrænan verknað. Brot viðkomandi er brot vegna þess að það er yfirleitt ekki hægt að sanna hvað lá að baki rangri ákvörðun sem reglur segja vera brot. Afsökun breytir engu nema ef til vill viðurlögum. Þetta er kjarni míns máls og varðar miklu ef siðareglur eiga að vera til gagns. Við getum deilt um hvað á við um skýrsluskilin, brot eða ekki brot, en morgunljóst að mat á siðareglubrotum er fyrst og fremst mat á gjörningnum sjálfum ekki á misgáningi, gleymsku, ásetningi eða persónulegu mati viðkomandi á eigin gerðum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun