Röng skilaboð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Við höfum átt orðastað, ég og forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi um skil hans á skýrslum um aflandsfélög og skuldaleiðréttinguna. Í máli hans kemur fram að hann telur réttlætanlegt að hafa haldið þeim frá almenningi og Alþingi fram yfir ríkisstjórnarmyndun en viðurkennir þó mistök vegna skila þeirra fyrri. Hvað skýrsluskil varðar þá er kýrskýrt að ráðherra er almennt ekki dómari um hvenær skýrsla skal lögð fram, plagg sem beðið er um af þinginu og unnin af sérfræðingum, eins þótt verkbeiðandinn sé ráðherra. Skýrsla á samkvæmt eðlilegum lýðræðisvinnubrögðum alla jafna að birtast þingi og þjóð þegar hún er tilbúin að mati sérfræðinganna en ekki þegar ráðherra telur hana birtingarhæfa. Innihaldið er ekki ákvarðandi í fyrsta sæti, ekki lengdin, ekki hversu sammála eða ósammála ráðherra er innihaldinu. Þetta er verkferli sem við eigum ekki að þurfa að deila um. Ég lít svo á að ráðherra hafi orðið á alvarleg mistök enda um meðvitaða ákvörðun að ræða, ekki gleymsku. Skilaboð til almennings og Alþingis í ljósi lýðræðis eru röng. Ráðherra hefur sagt í andsvörum að þingheimur þyrfti að vera sammála um eðli og inntak siðareglna. Að sjálfsögðu. Ég var einmitt að reyna að fá hans afstöðu fram vegna algengs misskilnings margra um eðli og inntak siðareglna. Engu máli skiptir við mat á siðareglubrotum hvort viðkomandi hafi orðið á óvarkárni, gleymska eða hann haft uppi ásetning. Flest má kalla mistök. Það hugtak frelsar engan undan því að hafa framið ósiðrænan verknað. Brot viðkomandi er brot vegna þess að það er yfirleitt ekki hægt að sanna hvað lá að baki rangri ákvörðun sem reglur segja vera brot. Afsökun breytir engu nema ef til vill viðurlögum. Þetta er kjarni míns máls og varðar miklu ef siðareglur eiga að vera til gagns. Við getum deilt um hvað á við um skýrsluskilin, brot eða ekki brot, en morgunljóst að mat á siðareglubrotum er fyrst og fremst mat á gjörningnum sjálfum ekki á misgáningi, gleymsku, ásetningi eða persónulegu mati viðkomandi á eigin gerðum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum átt orðastað, ég og forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi um skil hans á skýrslum um aflandsfélög og skuldaleiðréttinguna. Í máli hans kemur fram að hann telur réttlætanlegt að hafa haldið þeim frá almenningi og Alþingi fram yfir ríkisstjórnarmyndun en viðurkennir þó mistök vegna skila þeirra fyrri. Hvað skýrsluskil varðar þá er kýrskýrt að ráðherra er almennt ekki dómari um hvenær skýrsla skal lögð fram, plagg sem beðið er um af þinginu og unnin af sérfræðingum, eins þótt verkbeiðandinn sé ráðherra. Skýrsla á samkvæmt eðlilegum lýðræðisvinnubrögðum alla jafna að birtast þingi og þjóð þegar hún er tilbúin að mati sérfræðinganna en ekki þegar ráðherra telur hana birtingarhæfa. Innihaldið er ekki ákvarðandi í fyrsta sæti, ekki lengdin, ekki hversu sammála eða ósammála ráðherra er innihaldinu. Þetta er verkferli sem við eigum ekki að þurfa að deila um. Ég lít svo á að ráðherra hafi orðið á alvarleg mistök enda um meðvitaða ákvörðun að ræða, ekki gleymsku. Skilaboð til almennings og Alþingis í ljósi lýðræðis eru röng. Ráðherra hefur sagt í andsvörum að þingheimur þyrfti að vera sammála um eðli og inntak siðareglna. Að sjálfsögðu. Ég var einmitt að reyna að fá hans afstöðu fram vegna algengs misskilnings margra um eðli og inntak siðareglna. Engu máli skiptir við mat á siðareglubrotum hvort viðkomandi hafi orðið á óvarkárni, gleymska eða hann haft uppi ásetning. Flest má kalla mistök. Það hugtak frelsar engan undan því að hafa framið ósiðrænan verknað. Brot viðkomandi er brot vegna þess að það er yfirleitt ekki hægt að sanna hvað lá að baki rangri ákvörðun sem reglur segja vera brot. Afsökun breytir engu nema ef til vill viðurlögum. Þetta er kjarni míns máls og varðar miklu ef siðareglur eiga að vera til gagns. Við getum deilt um hvað á við um skýrsluskilin, brot eða ekki brot, en morgunljóst að mat á siðareglubrotum er fyrst og fremst mat á gjörningnum sjálfum ekki á misgáningi, gleymsku, ásetningi eða persónulegu mati viðkomandi á eigin gerðum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun