Þarf ekki pungapróf Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sem er í forsvari fyrir samtök Sjávarútvegsfyrirtækja, hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í þágu umbjóðenda sinna og þótti standa sig vel í nýlegu verkfalli sjómanna. Hún var í viðtali við helgarútgáfu Fréttablaðsins og sagði þar margt skynsamlegt um jafnréttismál, þörfina á auknum hlut kvenna í forystu atvinnulífsins, jöfn laun fyrir sömu vinnu og þar fram eftir götunum. Heiðrún talaði líka um þörfina á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu til þess að bæta kjör kvenna sem þar starfa. Segja má að hún vilji nýta aukna stéttaskiptingu til að hækka laun kvennastéttanna fremur en að nýta sameiginlega sjóði til þess. Samkvæmt þessum hugsjónum verða til sérstakar heilbrigðisstofnanir handa því fólki sem orðið er auðkýfingar vegna kvótakerfisins í sjávarútvegi og geymir auð sinn í skattaskjólum, meðan almennir spítalar, handa almenningi, verða látnir grotna áfram niður, því ekki viljum við fara að borga meiri skatta, er það?Líffærafræði atvinnulífsinsHeiðrún talar um að konur séu ekki nógu duglegar við að krefjast þeirra launa sem þeim ber – sem eflaust er rétt – og segir í því sambandi að konur vanti „dálítinn pung“. Ég hjó eftir þessu. Kannski er óþarfi að gera of mikið veður út af svona tali – og ekki vil ég gera lítið úr þörfinni á því að konur og karlar hljóti sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Ég er bara ekki sammála því að konur þurfi á pung að halda. Ég er reyndar ekki heldur sammála því að fólk í forstjórastöðum eigi að hafa svona miklu hærri laun en annað fólk – og gildir þá einu hvers kyns forstjórinn er. Maður heyrir stundum talað um punginn – að maður þurfi pung í hitt og þetta – ekki síst í tengslum við karlaíþróttir, þar sem pungurinn verður nokkurs konar ímynd hreysti, harðdrægni, þolgæðis, þróttar og sókndirfsku – eitthvað svoleiðis. Maður svona lætur sér detta í hug að þetta sé komið úr amerísku bíótali, þar sem oft heyrist talað um „balls“ í svipuðu samhengi. Og er þá ekki fjarri því að yfirgangur og frekja séu gerð að karlmannlegum dyggðum, sem er fráleitt. Síst vil ég ég lasta punginn. Hann er dásamlegur – hann er dýrmætur – hann er beinlínis djásn, þessi lafandi húðpoki sem geymir framlag karlmannsins til lífsins og viðhalds þess. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu kær pungurinn er hverjum karli. Hitt er aftur á móti undrunarefni – og til marks um það hversu mikla vitleysu við karlar getum étið upp hver eftir öðrum umhugsunarlaust í okkar kynlega hópefli – hvernig pungurinn af öllum líffærum fór eiginlega að því að verða ímynd hörku og hreysti. Á gjörvöllum mannslíkamanum – karla jafnt sem kvenna – er ekki til staður sem er berskjaldaðri og viðkvæmari fyrir hnjaski. Ekkert er aumingjalegra en pungurinn. Hann þolir varla minnsta högg – varla selbita – og maður liggur óvígur og gólandi af sársauka. Pungspark er það versta sem karlmann getur hent, slíkur er sársaukinn sem af því getur hlotist. Svo sannarlega eru eistun full af spriklandi og kátum sæðisfrumum sem iða í skinninu eftir því að láta ærlega til sín taka og keppast við að ná að frjóvga egg þegar stóra stundin rennur upp en það eitt og sér getur naumast talist nægilegt tilefni til að gera punginn að svo stálslegnu tákni hörku og atgervis. Frekar glaðværðar, fyrirhyggjuleysis, lífsþorsta?… Á forsendum karla Er það ekki almennt vitað að konur hafa upp til hópa til að bera meiri styrk en karlar þegar kemur að því að þola líkamlegt harðræði og sársauka? Karlar þola víst áfengi betur, því að lifrin í konum er lengur að brjóta niður alkóhól vegna annarra starfa, og karlar hafa líka yfirleitt stærri vöðva og breiðara bak og eiga því auðveldara með að lyfta þungum hlutum. Sem er mjög skemmtilegt og full ástæða til að gleðjast yfir því. Og öll höfum við eitthvað okkur til ágætis nokkuð. Þetta pungtal er svo sem ekki stórvægilegt en það sýnir samt vissan þankagang; að konur eigi að taka þátt í samfélaginu og sækja réttindi sín á forsendum karla fremur en sínum eigin – eða öllu heldur þeim tilbúnu karlaforsendum sem svo mörgum bræðra okkar hafa reynst áþján því að okkur gengur mjög misjafnlega að lifa okkur inn í og starfa samkvæmt þeim stífu og hamlandi kröfum sem hefðbundin karlmennsku-ímynd gerir til okkar. En það er alveg óþarfi að líta til karla um fyrirmyndir þegar kemur að hörku og kappsemi. Konur hafa til dæmis leg – og skyldi vera til öflugra tákn um styrk og gefandi vald en það? Við þekkjum sögur íslenskra kvenna sem gengu í öll störf úti og inni meðan karlarnir voru að heiman. Við þekkjum sterkar konur úr okkar ættum sem stjórnuðu ekki bara heimilum heldur heilu ættunum. Við þekkjum sögur af sjósókn kvenna sem var óvenju mikil hér á landi á fyrri öldum, þegar konur réru í alls konar veðrum, jafnvel þungaðar og komnar að barnsburði. Við eigum hér á landi hefð fyrir sterkum og sjálfstæðum konum og í þessum skrifuðum orðum heyri ég fyrir mér kuldahláturinn í formæðrunum þegar þær heyra þá frétt að þær vanti pung. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sem er í forsvari fyrir samtök Sjávarútvegsfyrirtækja, hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í þágu umbjóðenda sinna og þótti standa sig vel í nýlegu verkfalli sjómanna. Hún var í viðtali við helgarútgáfu Fréttablaðsins og sagði þar margt skynsamlegt um jafnréttismál, þörfina á auknum hlut kvenna í forystu atvinnulífsins, jöfn laun fyrir sömu vinnu og þar fram eftir götunum. Heiðrún talaði líka um þörfina á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu til þess að bæta kjör kvenna sem þar starfa. Segja má að hún vilji nýta aukna stéttaskiptingu til að hækka laun kvennastéttanna fremur en að nýta sameiginlega sjóði til þess. Samkvæmt þessum hugsjónum verða til sérstakar heilbrigðisstofnanir handa því fólki sem orðið er auðkýfingar vegna kvótakerfisins í sjávarútvegi og geymir auð sinn í skattaskjólum, meðan almennir spítalar, handa almenningi, verða látnir grotna áfram niður, því ekki viljum við fara að borga meiri skatta, er það?Líffærafræði atvinnulífsinsHeiðrún talar um að konur séu ekki nógu duglegar við að krefjast þeirra launa sem þeim ber – sem eflaust er rétt – og segir í því sambandi að konur vanti „dálítinn pung“. Ég hjó eftir þessu. Kannski er óþarfi að gera of mikið veður út af svona tali – og ekki vil ég gera lítið úr þörfinni á því að konur og karlar hljóti sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Ég er bara ekki sammála því að konur þurfi á pung að halda. Ég er reyndar ekki heldur sammála því að fólk í forstjórastöðum eigi að hafa svona miklu hærri laun en annað fólk – og gildir þá einu hvers kyns forstjórinn er. Maður heyrir stundum talað um punginn – að maður þurfi pung í hitt og þetta – ekki síst í tengslum við karlaíþróttir, þar sem pungurinn verður nokkurs konar ímynd hreysti, harðdrægni, þolgæðis, þróttar og sókndirfsku – eitthvað svoleiðis. Maður svona lætur sér detta í hug að þetta sé komið úr amerísku bíótali, þar sem oft heyrist talað um „balls“ í svipuðu samhengi. Og er þá ekki fjarri því að yfirgangur og frekja séu gerð að karlmannlegum dyggðum, sem er fráleitt. Síst vil ég ég lasta punginn. Hann er dásamlegur – hann er dýrmætur – hann er beinlínis djásn, þessi lafandi húðpoki sem geymir framlag karlmannsins til lífsins og viðhalds þess. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu kær pungurinn er hverjum karli. Hitt er aftur á móti undrunarefni – og til marks um það hversu mikla vitleysu við karlar getum étið upp hver eftir öðrum umhugsunarlaust í okkar kynlega hópefli – hvernig pungurinn af öllum líffærum fór eiginlega að því að verða ímynd hörku og hreysti. Á gjörvöllum mannslíkamanum – karla jafnt sem kvenna – er ekki til staður sem er berskjaldaðri og viðkvæmari fyrir hnjaski. Ekkert er aumingjalegra en pungurinn. Hann þolir varla minnsta högg – varla selbita – og maður liggur óvígur og gólandi af sársauka. Pungspark er það versta sem karlmann getur hent, slíkur er sársaukinn sem af því getur hlotist. Svo sannarlega eru eistun full af spriklandi og kátum sæðisfrumum sem iða í skinninu eftir því að láta ærlega til sín taka og keppast við að ná að frjóvga egg þegar stóra stundin rennur upp en það eitt og sér getur naumast talist nægilegt tilefni til að gera punginn að svo stálslegnu tákni hörku og atgervis. Frekar glaðværðar, fyrirhyggjuleysis, lífsþorsta?… Á forsendum karla Er það ekki almennt vitað að konur hafa upp til hópa til að bera meiri styrk en karlar þegar kemur að því að þola líkamlegt harðræði og sársauka? Karlar þola víst áfengi betur, því að lifrin í konum er lengur að brjóta niður alkóhól vegna annarra starfa, og karlar hafa líka yfirleitt stærri vöðva og breiðara bak og eiga því auðveldara með að lyfta þungum hlutum. Sem er mjög skemmtilegt og full ástæða til að gleðjast yfir því. Og öll höfum við eitthvað okkur til ágætis nokkuð. Þetta pungtal er svo sem ekki stórvægilegt en það sýnir samt vissan þankagang; að konur eigi að taka þátt í samfélaginu og sækja réttindi sín á forsendum karla fremur en sínum eigin – eða öllu heldur þeim tilbúnu karlaforsendum sem svo mörgum bræðra okkar hafa reynst áþján því að okkur gengur mjög misjafnlega að lifa okkur inn í og starfa samkvæmt þeim stífu og hamlandi kröfum sem hefðbundin karlmennsku-ímynd gerir til okkar. En það er alveg óþarfi að líta til karla um fyrirmyndir þegar kemur að hörku og kappsemi. Konur hafa til dæmis leg – og skyldi vera til öflugra tákn um styrk og gefandi vald en það? Við þekkjum sögur íslenskra kvenna sem gengu í öll störf úti og inni meðan karlarnir voru að heiman. Við þekkjum sterkar konur úr okkar ættum sem stjórnuðu ekki bara heimilum heldur heilu ættunum. Við þekkjum sögur af sjósókn kvenna sem var óvenju mikil hér á landi á fyrri öldum, þegar konur réru í alls konar veðrum, jafnvel þungaðar og komnar að barnsburði. Við eigum hér á landi hefð fyrir sterkum og sjálfstæðum konum og í þessum skrifuðum orðum heyri ég fyrir mér kuldahláturinn í formæðrunum þegar þær heyra þá frétt að þær vanti pung.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar