Grænlendingar miður sín Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 19:00 Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45