Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 08:57 Frá fundi björgunarsveitarfólks í gærmorgun áður en lagt var af stað til leitar. vísir Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. Umfangsmesta leit sem Landsbjörg hefur skipulagt fór fram í gær en þá leituðu um 570 björgunarsveitarmenn að Birnu frá klukkan níu um morguninn og fram á kvöld. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að í dag séu um 400 manns búnir að skrá sig inn til leitar en hann kveðst allt eins eiga von á því að um 500 manns taki þátt. „Við náðum að fara yfir um helming verkefnanna í gær og gerum ráð fyrir að ljúka verkefninu í dag, það er að klára að fara yfir þessi tvö þúsund leitarsvæði sem lagt var upp með,“ segir Þorsteinn. Líkt og í gær verður aðaláhersla leitarfólks á Reykjanesið og svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á vegum og við vegslóða. Lögð er minni áhersla á svæðið vestan Hvalfjarðargangna þar sem rauður Kia Rio-bíll, sem lögreglu grunar að Birna hafi farið upp í, fór ekki um göngin. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni að Birnu síðan á mánudag. Aðspurður hvernig hljóðið er í leitarfólki segir Þorsteinn: „Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit.“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. Umfangsmesta leit sem Landsbjörg hefur skipulagt fór fram í gær en þá leituðu um 570 björgunarsveitarmenn að Birnu frá klukkan níu um morguninn og fram á kvöld. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að í dag séu um 400 manns búnir að skrá sig inn til leitar en hann kveðst allt eins eiga von á því að um 500 manns taki þátt. „Við náðum að fara yfir um helming verkefnanna í gær og gerum ráð fyrir að ljúka verkefninu í dag, það er að klára að fara yfir þessi tvö þúsund leitarsvæði sem lagt var upp með,“ segir Þorsteinn. Líkt og í gær verður aðaláhersla leitarfólks á Reykjanesið og svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á vegum og við vegslóða. Lögð er minni áhersla á svæðið vestan Hvalfjarðargangna þar sem rauður Kia Rio-bíll, sem lögreglu grunar að Birna hafi farið upp í, fór ekki um göngin. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni að Birnu síðan á mánudag. Aðspurður hvernig hljóðið er í leitarfólki segir Þorsteinn: „Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit.“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent