Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 08:57 Frá fundi björgunarsveitarfólks í gærmorgun áður en lagt var af stað til leitar. vísir Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. Umfangsmesta leit sem Landsbjörg hefur skipulagt fór fram í gær en þá leituðu um 570 björgunarsveitarmenn að Birnu frá klukkan níu um morguninn og fram á kvöld. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að í dag séu um 400 manns búnir að skrá sig inn til leitar en hann kveðst allt eins eiga von á því að um 500 manns taki þátt. „Við náðum að fara yfir um helming verkefnanna í gær og gerum ráð fyrir að ljúka verkefninu í dag, það er að klára að fara yfir þessi tvö þúsund leitarsvæði sem lagt var upp með,“ segir Þorsteinn. Líkt og í gær verður aðaláhersla leitarfólks á Reykjanesið og svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á vegum og við vegslóða. Lögð er minni áhersla á svæðið vestan Hvalfjarðargangna þar sem rauður Kia Rio-bíll, sem lögreglu grunar að Birna hafi farið upp í, fór ekki um göngin. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni að Birnu síðan á mánudag. Aðspurður hvernig hljóðið er í leitarfólki segir Þorsteinn: „Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit.“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. Umfangsmesta leit sem Landsbjörg hefur skipulagt fór fram í gær en þá leituðu um 570 björgunarsveitarmenn að Birnu frá klukkan níu um morguninn og fram á kvöld. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að í dag séu um 400 manns búnir að skrá sig inn til leitar en hann kveðst allt eins eiga von á því að um 500 manns taki þátt. „Við náðum að fara yfir um helming verkefnanna í gær og gerum ráð fyrir að ljúka verkefninu í dag, það er að klára að fara yfir þessi tvö þúsund leitarsvæði sem lagt var upp með,“ segir Þorsteinn. Líkt og í gær verður aðaláhersla leitarfólks á Reykjanesið og svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á vegum og við vegslóða. Lögð er minni áhersla á svæðið vestan Hvalfjarðargangna þar sem rauður Kia Rio-bíll, sem lögreglu grunar að Birna hafi farið upp í, fór ekki um göngin. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni að Birnu síðan á mánudag. Aðspurður hvernig hljóðið er í leitarfólki segir Þorsteinn: „Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit.“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01