Huldumaður krafðist þess að fá að fylla bílinn hjá leitarfólki á Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2017 12:30 Liðsmenn Blöndu og Húna frá Hvammstangi sem fóru á tveimur bílum til að aðstoða við leitina að Birnu í gær. Björgunarfélagið Blanda Huldumaður af norðvesturlandi tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á björgunarsveitarbíl sem flutti leitarfólk frá Blönduósi á suðvesturhornið á sunnudaginn til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Eins og fram hefur komið komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni um helgina frá fimmtíu slysavarnardeildum um land allt. Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, átti ekki heimangengt í þetta skiptið en níu manns héldu á tveimur bílum frá Blönduósi og Hvammstanga á sunnudaginn til að aðstoða við leitina. Frá leitinni í gær.Björgunarfélagið Blanda Kunnuglegt andlit á Blönduósi Björgunarsveitirnar fengu styrki og matargjafir af ýmsu formi um helgina og hvöttu margir olíufélögin til að greiða olíu á tæki sem notuð voru við leitina. Nánast allur bílafloti björgunarsveitanna var notaður við leitina auk fjórhjóla. Þegar liðsmenn Blöndu komu heim um kvöldmatarleytið í gær fóru þeir á bensínstöð N1 á Blönduósi til að fylla bílinn. Dreif þá að mann sem tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á bílinn. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Blöndu og fjallaði DV um málið fyrr í dag. Hjálmar Björn segir að sá vilji alls ekki láta nafns síns getið en jánkar aðspurður hvort andlit mannsins sé kunnuglegt. Um fimmtán þúsund krónur kostaði að fylla bílinn. Hjálmar Björn hefur verið formaður Blöndu í tæpt ár en var áður formaður sveitarinnar í Varmahlíð. Hann er reynslumikill þegar kemur að björgunarsveitarstarfi. Aðspurður hvers vegna svo margir Íslendingar taki þátt í starfi björgunarsveita og sé boðinn og búinn til aðstoðar þegar bjátar á veltir hann hlutunum fyrir sér. Liðsmenn frá norðvesturlandi, svæði 9, við leitina í gær.Björgunarfélagið Blanda Góður félagsskapur „Þetta er að vissu leyti hálfgerð fíkn og adrenalín,“ segir Hjálmar Björn. Félagsskapurinn sé rosalega góður og hann kynnist fólki víða um land, vinskapur myndist. „Það gefur manni mjög mikið að geta hjálpað og aðstoðað þá sem eru í vanda.“ Hann bendir áhugasömum á að unglingadeildir séu starfandi víða um land þar sem best sé fyrir þá yngri að stíga sín fyrstu skref. Á Blönduósi sé deildin þó svo fámenn að miðað sé við átján ára aldur. „Fyrsta skref er að mæta og láta sjá sig.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Huldumaður af norðvesturlandi tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á björgunarsveitarbíl sem flutti leitarfólk frá Blönduósi á suðvesturhornið á sunnudaginn til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Eins og fram hefur komið komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni um helgina frá fimmtíu slysavarnardeildum um land allt. Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, átti ekki heimangengt í þetta skiptið en níu manns héldu á tveimur bílum frá Blönduósi og Hvammstanga á sunnudaginn til að aðstoða við leitina. Frá leitinni í gær.Björgunarfélagið Blanda Kunnuglegt andlit á Blönduósi Björgunarsveitirnar fengu styrki og matargjafir af ýmsu formi um helgina og hvöttu margir olíufélögin til að greiða olíu á tæki sem notuð voru við leitina. Nánast allur bílafloti björgunarsveitanna var notaður við leitina auk fjórhjóla. Þegar liðsmenn Blöndu komu heim um kvöldmatarleytið í gær fóru þeir á bensínstöð N1 á Blönduósi til að fylla bílinn. Dreif þá að mann sem tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á bílinn. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Blöndu og fjallaði DV um málið fyrr í dag. Hjálmar Björn segir að sá vilji alls ekki láta nafns síns getið en jánkar aðspurður hvort andlit mannsins sé kunnuglegt. Um fimmtán þúsund krónur kostaði að fylla bílinn. Hjálmar Björn hefur verið formaður Blöndu í tæpt ár en var áður formaður sveitarinnar í Varmahlíð. Hann er reynslumikill þegar kemur að björgunarsveitarstarfi. Aðspurður hvers vegna svo margir Íslendingar taki þátt í starfi björgunarsveita og sé boðinn og búinn til aðstoðar þegar bjátar á veltir hann hlutunum fyrir sér. Liðsmenn frá norðvesturlandi, svæði 9, við leitina í gær.Björgunarfélagið Blanda Góður félagsskapur „Þetta er að vissu leyti hálfgerð fíkn og adrenalín,“ segir Hjálmar Björn. Félagsskapurinn sé rosalega góður og hann kynnist fólki víða um land, vinskapur myndist. „Það gefur manni mjög mikið að geta hjálpað og aðstoðað þá sem eru í vanda.“ Hann bendir áhugasömum á að unglingadeildir séu starfandi víða um land þar sem best sé fyrir þá yngri að stíga sín fyrstu skref. Á Blönduósi sé deildin þó svo fámenn að miðað sé við átján ára aldur. „Fyrsta skref er að mæta og láta sjá sig.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30