Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Svavar Hávarðsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Ógerlegt er að leita í öllum skipum sem koma í íslenska höfn – enda tíma- og mannfrek aðgerð. vísir/anton brink Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira