Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Snærós Sindradóttir skrifar 24. janúar 2017 07:00 Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq. Þegar rannsókn lauk var loks hægt að afferma skipið í gær. Gert er ráð fyrir því að skipið sigli úr höfn í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn og um 300 kílómetra að morgni 14. janúar síðastliðins. Félagi hans, Nikolaj Olsen, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur með Thomasi. Talið er næsta víst að Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir í sjó, í löngu ferðalagi bílsins um Reykjanesskagann. Birna fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, en fór ekki að ýtrustu kröfum ákæruvaldsins sem krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en þeir hafa dvalið í einangrun síðastliðna þrjá daga án þess að vera yfirheyrðir af lögreglu. Heimildir Fréttablaðsins innan lögreglunnar herma að sá tími sem liðið hefur sé meðal annars vegna þess að með því aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Í yfirheyrslum yfir mönnunum á fimmtudag og föstudag kom lítið haldbært fram. Gærdeginum varði lögregla í að undirbúa yfirheyrslur yfir mönnunum, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, verður málið lagt fyrir þá frá a til ö í þeirri von að þeir játi aðild sína að því. Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq og lagði hald á gögn í skipinu sem talið er að skipti verulegu máli fyrir rannsókn málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvers eðlis þessi gögn eru. Ef áætlanir ganga eftir heldur skipið úr höfn í dag. Í gær var landað úr bátnum eftir að lögregla veitti heimild til þess. Lögreglan rannsakar nú þátt hvors mannsins fyrir sig í málinu en til greina kemur að þeir beri mismikla ábyrgð á verknaðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn og um 300 kílómetra að morgni 14. janúar síðastliðins. Félagi hans, Nikolaj Olsen, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur með Thomasi. Talið er næsta víst að Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir í sjó, í löngu ferðalagi bílsins um Reykjanesskagann. Birna fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, en fór ekki að ýtrustu kröfum ákæruvaldsins sem krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en þeir hafa dvalið í einangrun síðastliðna þrjá daga án þess að vera yfirheyrðir af lögreglu. Heimildir Fréttablaðsins innan lögreglunnar herma að sá tími sem liðið hefur sé meðal annars vegna þess að með því aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Í yfirheyrslum yfir mönnunum á fimmtudag og föstudag kom lítið haldbært fram. Gærdeginum varði lögregla í að undirbúa yfirheyrslur yfir mönnunum, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, verður málið lagt fyrir þá frá a til ö í þeirri von að þeir játi aðild sína að því. Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq og lagði hald á gögn í skipinu sem talið er að skipti verulegu máli fyrir rannsókn málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvers eðlis þessi gögn eru. Ef áætlanir ganga eftir heldur skipið úr höfn í dag. Í gær var landað úr bátnum eftir að lögregla veitti heimild til þess. Lögreglan rannsakar nú þátt hvors mannsins fyrir sig í málinu en til greina kemur að þeir beri mismikla ábyrgð á verknaðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00
Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39
Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37