Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Snærós Sindradóttir skrifar 24. janúar 2017 07:00 Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq. Þegar rannsókn lauk var loks hægt að afferma skipið í gær. Gert er ráð fyrir því að skipið sigli úr höfn í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn og um 300 kílómetra að morgni 14. janúar síðastliðins. Félagi hans, Nikolaj Olsen, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur með Thomasi. Talið er næsta víst að Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir í sjó, í löngu ferðalagi bílsins um Reykjanesskagann. Birna fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, en fór ekki að ýtrustu kröfum ákæruvaldsins sem krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en þeir hafa dvalið í einangrun síðastliðna þrjá daga án þess að vera yfirheyrðir af lögreglu. Heimildir Fréttablaðsins innan lögreglunnar herma að sá tími sem liðið hefur sé meðal annars vegna þess að með því aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Í yfirheyrslum yfir mönnunum á fimmtudag og föstudag kom lítið haldbært fram. Gærdeginum varði lögregla í að undirbúa yfirheyrslur yfir mönnunum, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, verður málið lagt fyrir þá frá a til ö í þeirri von að þeir játi aðild sína að því. Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq og lagði hald á gögn í skipinu sem talið er að skipti verulegu máli fyrir rannsókn málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvers eðlis þessi gögn eru. Ef áætlanir ganga eftir heldur skipið úr höfn í dag. Í gær var landað úr bátnum eftir að lögregla veitti heimild til þess. Lögreglan rannsakar nú þátt hvors mannsins fyrir sig í málinu en til greina kemur að þeir beri mismikla ábyrgð á verknaðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn og um 300 kílómetra að morgni 14. janúar síðastliðins. Félagi hans, Nikolaj Olsen, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur með Thomasi. Talið er næsta víst að Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir í sjó, í löngu ferðalagi bílsins um Reykjanesskagann. Birna fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, en fór ekki að ýtrustu kröfum ákæruvaldsins sem krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en þeir hafa dvalið í einangrun síðastliðna þrjá daga án þess að vera yfirheyrðir af lögreglu. Heimildir Fréttablaðsins innan lögreglunnar herma að sá tími sem liðið hefur sé meðal annars vegna þess að með því aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Í yfirheyrslum yfir mönnunum á fimmtudag og föstudag kom lítið haldbært fram. Gærdeginum varði lögregla í að undirbúa yfirheyrslur yfir mönnunum, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, verður málið lagt fyrir þá frá a til ö í þeirri von að þeir játi aðild sína að því. Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq og lagði hald á gögn í skipinu sem talið er að skipti verulegu máli fyrir rannsókn málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvers eðlis þessi gögn eru. Ef áætlanir ganga eftir heldur skipið úr höfn í dag. Í gær var landað úr bátnum eftir að lögregla veitti heimild til þess. Lögreglan rannsakar nú þátt hvors mannsins fyrir sig í málinu en til greina kemur að þeir beri mismikla ábyrgð á verknaðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00
Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39
Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37