Falskur stjórnarsáttmáli Sigurjón Þórðarson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun