„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 19:32 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Vísir/Anton Lögreglan telur að skóm Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir við Hvaleyrarlón við í Hafnarfjarðarhöfn. Til rannsóknar er hvort að það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu. RÚV greinir frá.„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á láti Birnu í samtali við Vísi. „Við göngum ekki út frá því að hún hafi farið úr skónum þarna, þar með hlýtur einhver að hafa komið þeim fyrir þarna.“ Ekkert sé þó upplýst um hvort að það hafi verið gert til þess að villa um fyrir lögreglu en Grímur segir að það sé til rannsóknar. Lögregla hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílsins frá klukkan 7 á laugardagsmorgninum til 11 en hefur litlar upplýsingar til að moða úr. Farsímagögn hafa ekki gagnast við að varpa ljósi á för bílsins.Ekki gert ráð fyrir yfirheyrslum á morgun Lögregla óskaði einnig eftir myndskeiðum sem ökumenn á ferð um stórt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið á laugardeginum kynnu að búa yfir en Grímur segir að lítið hafi komið út úr því enn sem komið er.Í dag var endanlega staðfest að lík það sem fannst í fjörunni við Selvogsvita á sunnudaginn var af Birnu. Rannsókn hefur leitt það í ljós að henni var ráðinn bani. Yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem grunaður er um aðild að málinu stendur enn yfir en gert er ráð fyrir að henni ljúki nú á næsta klukkutíma. Engin játning liggur fyrir í málinu og að sögn Gríms er ekki áætlað að yfirheyrslur fari fram á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir á morgun. Við höldum áfram að setja saman málið.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Lögreglan telur að skóm Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir við Hvaleyrarlón við í Hafnarfjarðarhöfn. Til rannsóknar er hvort að það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu. RÚV greinir frá.„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á láti Birnu í samtali við Vísi. „Við göngum ekki út frá því að hún hafi farið úr skónum þarna, þar með hlýtur einhver að hafa komið þeim fyrir þarna.“ Ekkert sé þó upplýst um hvort að það hafi verið gert til þess að villa um fyrir lögreglu en Grímur segir að það sé til rannsóknar. Lögregla hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílsins frá klukkan 7 á laugardagsmorgninum til 11 en hefur litlar upplýsingar til að moða úr. Farsímagögn hafa ekki gagnast við að varpa ljósi á för bílsins.Ekki gert ráð fyrir yfirheyrslum á morgun Lögregla óskaði einnig eftir myndskeiðum sem ökumenn á ferð um stórt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið á laugardeginum kynnu að búa yfir en Grímur segir að lítið hafi komið út úr því enn sem komið er.Í dag var endanlega staðfest að lík það sem fannst í fjörunni við Selvogsvita á sunnudaginn var af Birnu. Rannsókn hefur leitt það í ljós að henni var ráðinn bani. Yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem grunaður er um aðild að málinu stendur enn yfir en gert er ráð fyrir að henni ljúki nú á næsta klukkutíma. Engin játning liggur fyrir í málinu og að sögn Gríms er ekki áætlað að yfirheyrslur fari fram á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir á morgun. Við höldum áfram að setja saman málið.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00