Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? atli ísleifsson skrifar 27. janúar 2017 12:45 Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru um 3.144 kílómetra löng og því er ljóst að um heljarinnar framkvæmd yrði að ræða. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. Málið var eitt það mest áberandi í kosningabaráttunni vestanhafs í haust þar sem Trump sagði að Mexíkó myndi greiða fyrir byggingu múrsins. Kostnaður myndi ekki lenda á bandarískum almenningi. Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti hefur hafnað því að Mexíkóar greiði fyrir slíkan múr og hefur Trump sagt að þó að Bandaríkin leggi út fé fyrir framkvæmdinni þá muni reikningurinn að lokum enda hjá grönnunum í suðri. Pena Nieto ákvað í gær að aflýsa fyrirhugaðri ferð sinni til Washington vegna málsins og greindi Trump síðar um daginn frá því hann hugðist leggja sérstakan 20 prósenta innflutningsskatt á allar vörur frá Mexíkó. Þannig myndi kostnaðurinn við múrinn enda hjá Mexíkóum.Af hverju vill Trump reisa múr?Í kosningabaráttunni var Donald Trump tíðrætt um að nauðsyn þess að reisa múrinn til að koma í veg fyrir straum ólöglegra illflytjenda til Bandaríkjanna. Lét hann meðal annars þau orð falla að stór hluti þeirra væru „nauðgarar“. Ummælin vöktu mikla reiði, en Trump hefur neitað að biðjast afsökunar á þeim. Þá sagði Trump stærstan hluta ólöglegra fíkniefna koma til landsins um Mexíkó.Frá árinu 1990 hafa bandarísk yfirvöld uppgötvað á þriðja hundrað ganga undir þeim múr sem nú er til staðar á hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/AFPHvað eru landamærin löng?Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru um 3.144 kílómetra löng og því er ljóst að um heljarinnar framkvæmd yrði að ræða. Til samanburðar er hringvegurinn um Ísland 1.332 kílómetrar. Því þyrfti að fara hann allan í tvígang og svo til dæmis bæta við vegalengdinni milli Reykjavíkur og Húsavíkur (norðurleiðin) til að komast sömu vegalengd og um ræðir. Girðing eða múr er nú þegar til staðar á rétt rúmlega þúsund kílómetra kafla landamæranna.Hvað myndi slíkur múr kosta?Svör um kostnað við framkvæmdina eru mjög á reiki. Sjálfur hefur Trump sagt kostnaðinn vera á bilinu 8 til 12 milljarða Bandaríkjadala (934 til 1.400 milljarða króna). Rannsókn Washington Post gerir hins vegar ráð fyrir að kostnaðurinn yrði í kringum 25 milljarða dala, tæplega 3.000 milljarða króna.Hver mun borga fyrir múrinn?Líkt og áður sagði tilkynnti Trump í gær að til stæði að koma á sérstökum 20 prósenta skatti á allar vörur sem væru fluttar inn frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Luis Videgaray, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að slíkur skattur muni hækka verð á mexíkóskum vörum í Bandaríkjunum, þannig að þegar allt komi til alls myndi reikningurinn við byggingu múrsins enda hjá bandarískum neytendum. Sagði hann að hækkun skatts muni einungis skila sér í hærra verði á avókadó, þvottavélum, sjónvörpum og fleiru í Bandaríkjunum, sagði ráðherrann. Ekki kæmi til greina að hálfu Mexíkó að greiða fyrir múrinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að áætlað sé að þessi 20 prósenta skattur muni skila Bandaríkjunum um 10 milljarða dala í auknum tekjum á ári. Þá kæmi til greina að grípa til frekari ráðstafana. Ljóst er að skatturinn mun reynast Mexíkóum erfiður í skauti, þar sem útflutningur til Bandaríkjanna myndi óhjákvæmilega dragast saman.Meirihluti ólöglegra fíkniefna flutt eru frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna frá í gegnum landamærastöðvarnar, falin í þeim rúmlega 5,5 milljónir vöruflutningabílum sem fara yfir landamærin á ári hverju.Vísir/AFPHvað flytja Mexíkóar mikið inn til Bandaríkjanna?Í frétt BBC segir að Bandaríkin séu stærsti útflutningsmarkaður Mexíkóa, en Mexíkó annar stærsti útflutningsmarkaður Bandaríkjanna. Á síðustu árum hefur Mexíkó flutt inn vörur til Bandaríkjanna fyrir 300 milljarða Bandaríkjadala, um 35 þúsund milljarða króna. Á fyrstu dögum sínum í embætti fyrirskipaði Trump að ráðist verði í að endursemja um NAFTA-samstarfið – fríverslunarsamstarf Norður-Ameríkuríkja (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) – sem hefur verið í gildi frá árinu 1994. Sömuleiðis hefur Trump tilkynnt að Bandaríkin hafi dregið sig úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja (TPP) sem viðræður hafa staðið um um árabil.Hvað með forseta Mexíkó?Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti hefur ítrekað sagt að Mexíkó muni ekki greiða fyrir byggingu múrsins. Greint var frá því í gær að hann hafi aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Washingon þar sem hann átti að funda með Trump í næstu viku.Fréttaritari BBC í Mexíkó segir að Mexíkóar myndu líta á forseta sinn sem afar veikburða og að hann væri í raun að samþykkja kröfur Trump um að Mexíkóar myndu greiða fyrir múrinn, ef hann hefði látið verða af heimsókninni til Washington. Mexíkóar líta á hugsanlegan múr á landamærum ríkjanna sem óþarfan, ómannúðlegan og síst til þess fallinn til að bæta samskipti ríkjanna. Pena Nieto, sem hefur notið mikilla óvinsælda í heimalandinu að undanförnu, sá þann kost vænstan að besta leiðin til að koma skoðunum Mexíkóa á framfæri, væri með því að aflýsa heimsókninni til Washington.Múrinn skammt frá mexíkósku borginni Tijuana.Vísir/AFPHvað með göng undir múrinn?Næsta ómögulegt er að koma í veg fyrir að göng verði grafin undir múrinn. Trump hefur þó sagst vilja fjölga landamæravörðum verulega og að notast verði við sérstaka tækni til að fylgjast með greftri gangna undir múrinn. Frá árinu 1990 hafa bandarísk yfirvöld uppgötvað á þriðja hundrað ganga undir þann múr sem nú er til staðar á hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Þau hafa verið fyllt steypu.Mun múrinn stöðva innflutning ólöglegra fíkniefna til Bandaríkjanna?Nei. Meirihluti slíkra efna sem flutt eru til Bandaríkjanna fara í gegnum landamærastöðvarnar, falin í þeim rúmlega 5,5 milljónum vöruflutningabíla sem fara yfir landamærin á ári hverju. Sömu sögu er að segja af Mexíkóum sem lifa ólöglega í Bandaríkjunum. Flestir þeirra komu til Bandaríkjanna með vegabréfsáritun, en sneru ekki aftur heim áður en sú áritun rann út. Múr hefði því ekki getað stöðvað komu meirihluta þess fólks.Að neðan má sjá frétt AJ+ þar sem fjallað er um fyrirhugaðan múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og þann sem fyrir er. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Helsti ráðgjafi Donald Trump segir fjölmiðlum að þegja Steve Bannon, helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, líkir fjölmiðlum í Bandaríkjunum við stjórnarandstöðu og segir að þeir eigi að þegja og hlusta. 27. janúar 2017 08:33 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. Málið var eitt það mest áberandi í kosningabaráttunni vestanhafs í haust þar sem Trump sagði að Mexíkó myndi greiða fyrir byggingu múrsins. Kostnaður myndi ekki lenda á bandarískum almenningi. Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti hefur hafnað því að Mexíkóar greiði fyrir slíkan múr og hefur Trump sagt að þó að Bandaríkin leggi út fé fyrir framkvæmdinni þá muni reikningurinn að lokum enda hjá grönnunum í suðri. Pena Nieto ákvað í gær að aflýsa fyrirhugaðri ferð sinni til Washington vegna málsins og greindi Trump síðar um daginn frá því hann hugðist leggja sérstakan 20 prósenta innflutningsskatt á allar vörur frá Mexíkó. Þannig myndi kostnaðurinn við múrinn enda hjá Mexíkóum.Af hverju vill Trump reisa múr?Í kosningabaráttunni var Donald Trump tíðrætt um að nauðsyn þess að reisa múrinn til að koma í veg fyrir straum ólöglegra illflytjenda til Bandaríkjanna. Lét hann meðal annars þau orð falla að stór hluti þeirra væru „nauðgarar“. Ummælin vöktu mikla reiði, en Trump hefur neitað að biðjast afsökunar á þeim. Þá sagði Trump stærstan hluta ólöglegra fíkniefna koma til landsins um Mexíkó.Frá árinu 1990 hafa bandarísk yfirvöld uppgötvað á þriðja hundrað ganga undir þeim múr sem nú er til staðar á hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/AFPHvað eru landamærin löng?Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru um 3.144 kílómetra löng og því er ljóst að um heljarinnar framkvæmd yrði að ræða. Til samanburðar er hringvegurinn um Ísland 1.332 kílómetrar. Því þyrfti að fara hann allan í tvígang og svo til dæmis bæta við vegalengdinni milli Reykjavíkur og Húsavíkur (norðurleiðin) til að komast sömu vegalengd og um ræðir. Girðing eða múr er nú þegar til staðar á rétt rúmlega þúsund kílómetra kafla landamæranna.Hvað myndi slíkur múr kosta?Svör um kostnað við framkvæmdina eru mjög á reiki. Sjálfur hefur Trump sagt kostnaðinn vera á bilinu 8 til 12 milljarða Bandaríkjadala (934 til 1.400 milljarða króna). Rannsókn Washington Post gerir hins vegar ráð fyrir að kostnaðurinn yrði í kringum 25 milljarða dala, tæplega 3.000 milljarða króna.Hver mun borga fyrir múrinn?Líkt og áður sagði tilkynnti Trump í gær að til stæði að koma á sérstökum 20 prósenta skatti á allar vörur sem væru fluttar inn frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Luis Videgaray, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að slíkur skattur muni hækka verð á mexíkóskum vörum í Bandaríkjunum, þannig að þegar allt komi til alls myndi reikningurinn við byggingu múrsins enda hjá bandarískum neytendum. Sagði hann að hækkun skatts muni einungis skila sér í hærra verði á avókadó, þvottavélum, sjónvörpum og fleiru í Bandaríkjunum, sagði ráðherrann. Ekki kæmi til greina að hálfu Mexíkó að greiða fyrir múrinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að áætlað sé að þessi 20 prósenta skattur muni skila Bandaríkjunum um 10 milljarða dala í auknum tekjum á ári. Þá kæmi til greina að grípa til frekari ráðstafana. Ljóst er að skatturinn mun reynast Mexíkóum erfiður í skauti, þar sem útflutningur til Bandaríkjanna myndi óhjákvæmilega dragast saman.Meirihluti ólöglegra fíkniefna flutt eru frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna frá í gegnum landamærastöðvarnar, falin í þeim rúmlega 5,5 milljónir vöruflutningabílum sem fara yfir landamærin á ári hverju.Vísir/AFPHvað flytja Mexíkóar mikið inn til Bandaríkjanna?Í frétt BBC segir að Bandaríkin séu stærsti útflutningsmarkaður Mexíkóa, en Mexíkó annar stærsti útflutningsmarkaður Bandaríkjanna. Á síðustu árum hefur Mexíkó flutt inn vörur til Bandaríkjanna fyrir 300 milljarða Bandaríkjadala, um 35 þúsund milljarða króna. Á fyrstu dögum sínum í embætti fyrirskipaði Trump að ráðist verði í að endursemja um NAFTA-samstarfið – fríverslunarsamstarf Norður-Ameríkuríkja (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) – sem hefur verið í gildi frá árinu 1994. Sömuleiðis hefur Trump tilkynnt að Bandaríkin hafi dregið sig úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja (TPP) sem viðræður hafa staðið um um árabil.Hvað með forseta Mexíkó?Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti hefur ítrekað sagt að Mexíkó muni ekki greiða fyrir byggingu múrsins. Greint var frá því í gær að hann hafi aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Washingon þar sem hann átti að funda með Trump í næstu viku.Fréttaritari BBC í Mexíkó segir að Mexíkóar myndu líta á forseta sinn sem afar veikburða og að hann væri í raun að samþykkja kröfur Trump um að Mexíkóar myndu greiða fyrir múrinn, ef hann hefði látið verða af heimsókninni til Washington. Mexíkóar líta á hugsanlegan múr á landamærum ríkjanna sem óþarfan, ómannúðlegan og síst til þess fallinn til að bæta samskipti ríkjanna. Pena Nieto, sem hefur notið mikilla óvinsælda í heimalandinu að undanförnu, sá þann kost vænstan að besta leiðin til að koma skoðunum Mexíkóa á framfæri, væri með því að aflýsa heimsókninni til Washington.Múrinn skammt frá mexíkósku borginni Tijuana.Vísir/AFPHvað með göng undir múrinn?Næsta ómögulegt er að koma í veg fyrir að göng verði grafin undir múrinn. Trump hefur þó sagst vilja fjölga landamæravörðum verulega og að notast verði við sérstaka tækni til að fylgjast með greftri gangna undir múrinn. Frá árinu 1990 hafa bandarísk yfirvöld uppgötvað á þriðja hundrað ganga undir þann múr sem nú er til staðar á hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Þau hafa verið fyllt steypu.Mun múrinn stöðva innflutning ólöglegra fíkniefna til Bandaríkjanna?Nei. Meirihluti slíkra efna sem flutt eru til Bandaríkjanna fara í gegnum landamærastöðvarnar, falin í þeim rúmlega 5,5 milljónum vöruflutningabíla sem fara yfir landamærin á ári hverju. Sömu sögu er að segja af Mexíkóum sem lifa ólöglega í Bandaríkjunum. Flestir þeirra komu til Bandaríkjanna með vegabréfsáritun, en sneru ekki aftur heim áður en sú áritun rann út. Múr hefði því ekki getað stöðvað komu meirihluta þess fólks.Að neðan má sjá frétt AJ+ þar sem fjallað er um fyrirhugaðan múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og þann sem fyrir er.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Helsti ráðgjafi Donald Trump segir fjölmiðlum að þegja Steve Bannon, helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, líkir fjölmiðlum í Bandaríkjunum við stjórnarandstöðu og segir að þeir eigi að þegja og hlusta. 27. janúar 2017 08:33 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Helsti ráðgjafi Donald Trump segir fjölmiðlum að þegja Steve Bannon, helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, líkir fjölmiðlum í Bandaríkjunum við stjórnarandstöðu og segir að þeir eigi að þegja og hlusta. 27. janúar 2017 08:33
Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00