Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 09:26 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, stendur fyrir annarri stefnu en forseti Bandaríkjanna. vísir/epa Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir á Twitter aðgangi sínum að þeir sem flýji ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú sinni. Með þessari færslu, sem má sjá hér að neðan, er Trudeau að taka afstöðu gegn fyrirskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann undirritaði í gær og meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samkvæmt fyrirskipuninni skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, það er svokallað græna kort.Í gær varð uppi fótur og fit á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna fyrirskipunarinnar, en flugmálayfirvöld hafa átt í erfiðleikum með það hvernig túlka eigi nýju lögin og framfylgja þeim. Í gær var til að mynda tveimur írökskum borgurum meinuð inngöngu i landið, sem hafa græna kortið og búið í landinu í áratugi. Þá hefur fjölmiðlum vestanhafs borist margar tilkynningar um að háskólanemar sem haft hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum, geti ekki lengur snúið aftur, eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna á meðan ákvörðun Trump var tekin. Trudeau hefur frá því að hann tók við embætti vakið athygli fyrir skelegga framkomu sína og frjálslynd viðhorf, en Kanada hefur tekið á móti 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi síðastliðnu þrettán mánuði. Trudeau hefur ekki gagnrýnt Trump með beinum hætti, en hann er talinn einblína á samband ríkjanna til langframa, en ríkin tvö eiga í miklu efnahagslegu sambandi við hvort annað. Kanada mun hleypa 300.000 innflytjendum inn í landið árið 2017.To those fleeing persecution, terror & war, Canadians will welcome you, regardless of your faith. Diversity is our strength #WelcomeToCanada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 #WelcomeToCanada pic.twitter.com/47edRsHLJ5— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir á Twitter aðgangi sínum að þeir sem flýji ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú sinni. Með þessari færslu, sem má sjá hér að neðan, er Trudeau að taka afstöðu gegn fyrirskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann undirritaði í gær og meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samkvæmt fyrirskipuninni skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, það er svokallað græna kort.Í gær varð uppi fótur og fit á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna fyrirskipunarinnar, en flugmálayfirvöld hafa átt í erfiðleikum með það hvernig túlka eigi nýju lögin og framfylgja þeim. Í gær var til að mynda tveimur írökskum borgurum meinuð inngöngu i landið, sem hafa græna kortið og búið í landinu í áratugi. Þá hefur fjölmiðlum vestanhafs borist margar tilkynningar um að háskólanemar sem haft hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum, geti ekki lengur snúið aftur, eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna á meðan ákvörðun Trump var tekin. Trudeau hefur frá því að hann tók við embætti vakið athygli fyrir skelegga framkomu sína og frjálslynd viðhorf, en Kanada hefur tekið á móti 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi síðastliðnu þrettán mánuði. Trudeau hefur ekki gagnrýnt Trump með beinum hætti, en hann er talinn einblína á samband ríkjanna til langframa, en ríkin tvö eiga í miklu efnahagslegu sambandi við hvort annað. Kanada mun hleypa 300.000 innflytjendum inn í landið árið 2017.To those fleeing persecution, terror & war, Canadians will welcome you, regardless of your faith. Diversity is our strength #WelcomeToCanada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 #WelcomeToCanada pic.twitter.com/47edRsHLJ5— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent