Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 09:26 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, stendur fyrir annarri stefnu en forseti Bandaríkjanna. vísir/epa Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir á Twitter aðgangi sínum að þeir sem flýji ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú sinni. Með þessari færslu, sem má sjá hér að neðan, er Trudeau að taka afstöðu gegn fyrirskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann undirritaði í gær og meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samkvæmt fyrirskipuninni skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, það er svokallað græna kort.Í gær varð uppi fótur og fit á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna fyrirskipunarinnar, en flugmálayfirvöld hafa átt í erfiðleikum með það hvernig túlka eigi nýju lögin og framfylgja þeim. Í gær var til að mynda tveimur írökskum borgurum meinuð inngöngu i landið, sem hafa græna kortið og búið í landinu í áratugi. Þá hefur fjölmiðlum vestanhafs borist margar tilkynningar um að háskólanemar sem haft hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum, geti ekki lengur snúið aftur, eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna á meðan ákvörðun Trump var tekin. Trudeau hefur frá því að hann tók við embætti vakið athygli fyrir skelegga framkomu sína og frjálslynd viðhorf, en Kanada hefur tekið á móti 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi síðastliðnu þrettán mánuði. Trudeau hefur ekki gagnrýnt Trump með beinum hætti, en hann er talinn einblína á samband ríkjanna til langframa, en ríkin tvö eiga í miklu efnahagslegu sambandi við hvort annað. Kanada mun hleypa 300.000 innflytjendum inn í landið árið 2017.To those fleeing persecution, terror & war, Canadians will welcome you, regardless of your faith. Diversity is our strength #WelcomeToCanada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 #WelcomeToCanada pic.twitter.com/47edRsHLJ5— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir á Twitter aðgangi sínum að þeir sem flýji ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú sinni. Með þessari færslu, sem má sjá hér að neðan, er Trudeau að taka afstöðu gegn fyrirskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann undirritaði í gær og meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samkvæmt fyrirskipuninni skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, það er svokallað græna kort.Í gær varð uppi fótur og fit á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna fyrirskipunarinnar, en flugmálayfirvöld hafa átt í erfiðleikum með það hvernig túlka eigi nýju lögin og framfylgja þeim. Í gær var til að mynda tveimur írökskum borgurum meinuð inngöngu i landið, sem hafa græna kortið og búið í landinu í áratugi. Þá hefur fjölmiðlum vestanhafs borist margar tilkynningar um að háskólanemar sem haft hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum, geti ekki lengur snúið aftur, eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna á meðan ákvörðun Trump var tekin. Trudeau hefur frá því að hann tók við embætti vakið athygli fyrir skelegga framkomu sína og frjálslynd viðhorf, en Kanada hefur tekið á móti 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi síðastliðnu þrettán mánuði. Trudeau hefur ekki gagnrýnt Trump með beinum hætti, en hann er talinn einblína á samband ríkjanna til langframa, en ríkin tvö eiga í miklu efnahagslegu sambandi við hvort annað. Kanada mun hleypa 300.000 innflytjendum inn í landið árið 2017.To those fleeing persecution, terror & war, Canadians will welcome you, regardless of your faith. Diversity is our strength #WelcomeToCanada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 #WelcomeToCanada pic.twitter.com/47edRsHLJ5— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira