Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 21:51 Tveir írakskir ríkisborgarar hafa höfðað mál gegn Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Ringulreið skapaðist á flugvöllum í dag vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. The Guardian greinir frá. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Guardian mun bannið þó ekki taka til fólks sem tilheyrir trúarminnihlutum í áðurnefndum ríkjum en þau eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra aðhyllist Íslam. Fjölmiðlum vestanhafs hafa borist fjölmargar tilkynningar um nemendur bandarískra háskóla sem geta ekki snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna. The New York Times greindi meðal annars frá því að nemanda hins virta MIT háskóla í Boston hafi verið meinað að fara um borð í flugvél sem átti að ferja hann til Bandaríkjanna og annar nemi sagði á Twitter að þar sem hann gæti ekki snúið aftur til Bandaríkjanna úr fríi myndi hann neyðast til þess að binda snöggan endi á námsferill sinn við Yale-háskóla.Höfða mál gegn Trump Greint hefur verið frá því að tveir írakskir ríkisborgarar hafi þegar höfðað mál vegna atviks sem átti sér stað í gær en mönnunum var meinuð innganga í landið í gær og þeir látnir dúsa í yfirheyrsluherbergjum næturlangt. Mennirnir tveir, Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Alshawi voru teknir afsíðis í kjölfar vegabréfsskoðunar á John F. Kennedy alþjóðaflugvellinum í New York í gær. Báðir mennirnir eru handhafar græna kortsins og hafa því ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Darweesh hefur starfað í áratug sem túlkur fyrir Bandaríkjaher en hann var á leið heim til sín úr fríi. Alshawi hefur að sama skapi starfað fyrir bandaríska ríkið í áraraðir. Þeim var haldið í yfirheyrsluherbergjum í nótt ásamt tíu einstaklingum í svipaðri stöðu. Í morgun brutust út mótmæli í álmu 4 á John F. Kennedy flugvellinum vegna málsins. Darweesh hefur verið sleppt úr haldi og fékk hann leyfi til þess að fara inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Nýjustu fregnir herma að Alshawi sé hins vegar enn í haldi. Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvöllum í dag vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. The Guardian greinir frá. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Guardian mun bannið þó ekki taka til fólks sem tilheyrir trúarminnihlutum í áðurnefndum ríkjum en þau eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra aðhyllist Íslam. Fjölmiðlum vestanhafs hafa borist fjölmargar tilkynningar um nemendur bandarískra háskóla sem geta ekki snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna. The New York Times greindi meðal annars frá því að nemanda hins virta MIT háskóla í Boston hafi verið meinað að fara um borð í flugvél sem átti að ferja hann til Bandaríkjanna og annar nemi sagði á Twitter að þar sem hann gæti ekki snúið aftur til Bandaríkjanna úr fríi myndi hann neyðast til þess að binda snöggan endi á námsferill sinn við Yale-háskóla.Höfða mál gegn Trump Greint hefur verið frá því að tveir írakskir ríkisborgarar hafi þegar höfðað mál vegna atviks sem átti sér stað í gær en mönnunum var meinuð innganga í landið í gær og þeir látnir dúsa í yfirheyrsluherbergjum næturlangt. Mennirnir tveir, Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Alshawi voru teknir afsíðis í kjölfar vegabréfsskoðunar á John F. Kennedy alþjóðaflugvellinum í New York í gær. Báðir mennirnir eru handhafar græna kortsins og hafa því ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Darweesh hefur starfað í áratug sem túlkur fyrir Bandaríkjaher en hann var á leið heim til sín úr fríi. Alshawi hefur að sama skapi starfað fyrir bandaríska ríkið í áraraðir. Þeim var haldið í yfirheyrsluherbergjum í nótt ásamt tíu einstaklingum í svipaðri stöðu. Í morgun brutust út mótmæli í álmu 4 á John F. Kennedy flugvellinum vegna málsins. Darweesh hefur verið sleppt úr haldi og fékk hann leyfi til þess að fara inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Nýjustu fregnir herma að Alshawi sé hins vegar enn í haldi.
Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42