Guðni styður framboð Geirs í stjórn FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 08:45 Guðni Bergsson. vísir Guðni Bergsson myndi sem nýr formaður KSÍ leggja sitt á vogaskálirnar svo að Geir Þorsteinsson verði kjörinn í stjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið í dag en þar er hann í viðtali um fyrirhugaðan slag um formannsembættið í KSÍ. Geir Þorsteinsson er fráfarandi formaður sambandsins en hann tilkynnti í síðustu viku að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann tilkynnti hins vegar fyrr í haust að hann væri í framboði til stjórnar FIFA sem fulltrúi Norðurlandanna. „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ sagði Geir í síðustu viku aðspurður um hvort hann myndi halda framboði sínu áfram. Sjá einnig: Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Guðni er ekki mótfallinn því. „Mér finnst það eðlilegt og sjálfsagt og ekkert nema gott mál að Ísland og þar með Norðurlöndin eignuðust fulltrúa þar,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. Björn Einarsson hefur áður lýst því yfir að hann myndi vinna launlaust fyrir KSÍ, yrði hann kjörinn formaður. Sagði hann við Vísi að laun Geirs, sem væru há, væru umdeild innan hreyfingarinnar. „Ég held að það sé eina eðlilega fyrirkomulagið [að formaður vinni launalaust]. Ég kem úr slíku umhverfi sjálfur og í atvinnulífinu er þetta fyrirkomulag sterkara. Þetta fyrirkomulag, sem hefur verið í KSÍ, er á undanhaldi,“ sagði Björn. Sjá einnig: Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Guðni er ekki sammála þessu. „Ég tel að best sé að þetta verði áfram fullt starf, en Björn tlaar aftur á móti um að sinna þessu af áhugamennsku - launalaust,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. Vísar hann til þess að búast megi við að formaður KSÍ sé erlendis í 12-14 vikur á ári og að þar sem að tekjur KSÍ komi að langmestum hluta frá erlendum vettvangi þurfi að hlúa vel að hagsmunum KSÍ þar. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Guðni Bergsson myndi sem nýr formaður KSÍ leggja sitt á vogaskálirnar svo að Geir Þorsteinsson verði kjörinn í stjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið í dag en þar er hann í viðtali um fyrirhugaðan slag um formannsembættið í KSÍ. Geir Þorsteinsson er fráfarandi formaður sambandsins en hann tilkynnti í síðustu viku að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann tilkynnti hins vegar fyrr í haust að hann væri í framboði til stjórnar FIFA sem fulltrúi Norðurlandanna. „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ sagði Geir í síðustu viku aðspurður um hvort hann myndi halda framboði sínu áfram. Sjá einnig: Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Guðni er ekki mótfallinn því. „Mér finnst það eðlilegt og sjálfsagt og ekkert nema gott mál að Ísland og þar með Norðurlöndin eignuðust fulltrúa þar,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. Björn Einarsson hefur áður lýst því yfir að hann myndi vinna launlaust fyrir KSÍ, yrði hann kjörinn formaður. Sagði hann við Vísi að laun Geirs, sem væru há, væru umdeild innan hreyfingarinnar. „Ég held að það sé eina eðlilega fyrirkomulagið [að formaður vinni launalaust]. Ég kem úr slíku umhverfi sjálfur og í atvinnulífinu er þetta fyrirkomulag sterkara. Þetta fyrirkomulag, sem hefur verið í KSÍ, er á undanhaldi,“ sagði Björn. Sjá einnig: Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Guðni er ekki sammála þessu. „Ég tel að best sé að þetta verði áfram fullt starf, en Björn tlaar aftur á móti um að sinna þessu af áhugamennsku - launalaust,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. Vísar hann til þess að búast megi við að formaður KSÍ sé erlendis í 12-14 vikur á ári og að þar sem að tekjur KSÍ komi að langmestum hluta frá erlendum vettvangi þurfi að hlúa vel að hagsmunum KSÍ þar.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira