48 liða HM samþykkt hjá FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 09:54 Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið því í gegn að liðum í úrslitakeppni HM verði fjölgað frá og með HM 2026. Vísir/Getty Framkvæmdaráð FIFA hefur samþykkt að stækka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu frá og með 2026 í 48 lið. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum í dag. Þátttökuþjóðum verður þar með fjölgað um sextán en líklegt er að Evrópa fái aðeins þrjú af aukasætunum sem í boði eru. Útfærslan á nýja fyrirkomulaginu hefur þó ekki verið tilkynnt formlega en það verður gert síðar í dag.The FIFA Council unanimously decided on a 48-team #WorldCup as of 2026: 16 groups of 3 teams. Details to follow after the meeting. — FIFA Media (@fifamedia) January 10, 2017Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun heimsmeistarakeppninnar síðan hann var í framboði til embættis forseta sambandsins. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM?Ekki meira álag á leikmenn Þetta þýðir að heildarfjöldi leikja á HM 2026 verður 80 í stað 64 eins og í síðustu keppnum. Lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn munu þó spila sjö leiki eins og áður. Þá er einnig ljóst að keppnin mun klárast á 32 dögum sem þýðir að álag á leikmenn mun ekki aukast frá gamla fyrirkomulaginu. Hvert lið mun spila tvo leiki í riðlakeppninni en tvö lið af þremur komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Þá tekur við útsláttarfyrirkomulag.Aðeins þrjú aukasæti fyrir Evrópu Ekkert hefur verið gefið út um skiptingu sæta á HM á milli heimsálfa. Erlendir fjölmiðlar hafa þó greint frá því að mögulega muni Evrópa fá þrjú af aukasætunum sextán sem í boði eru. Líklegt er að Afríka og Asía fái fjögur aukasæti hvor og Ameríkuálfurnar fái 2-3 aukasæti hvor. Þá gæti farið svo að Eyjaálfu verði tryggt sæti í keppninni en þurfi ekki að fara í gegnum umspil eins og áður.Stórauknar tekjur Infantino hefur áður sagt að HM eigi að stuðla að bættri knattspyrnu um allan heim og að ekkert auki áhuga meira á knattspyrnu í viðkomandi landi þegar lið þess kemst á HM. Hann sagði að ákvörðun ætti ekki að vera fjáhagslegs eðlis þó svo að tekjur FIFA af stærri HM myndu stóraukast. Samkvæmt rannsókn FIFA er búist við að heildartekjur sambandsins af 48 liða HM verði 638 milljarðar króna og aukist þar með um 62 milljarða króna. Fótbolti Tengdar fréttir Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Framkvæmdaráð FIFA hefur samþykkt að stækka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu frá og með 2026 í 48 lið. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum í dag. Þátttökuþjóðum verður þar með fjölgað um sextán en líklegt er að Evrópa fái aðeins þrjú af aukasætunum sem í boði eru. Útfærslan á nýja fyrirkomulaginu hefur þó ekki verið tilkynnt formlega en það verður gert síðar í dag.The FIFA Council unanimously decided on a 48-team #WorldCup as of 2026: 16 groups of 3 teams. Details to follow after the meeting. — FIFA Media (@fifamedia) January 10, 2017Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun heimsmeistarakeppninnar síðan hann var í framboði til embættis forseta sambandsins. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM?Ekki meira álag á leikmenn Þetta þýðir að heildarfjöldi leikja á HM 2026 verður 80 í stað 64 eins og í síðustu keppnum. Lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn munu þó spila sjö leiki eins og áður. Þá er einnig ljóst að keppnin mun klárast á 32 dögum sem þýðir að álag á leikmenn mun ekki aukast frá gamla fyrirkomulaginu. Hvert lið mun spila tvo leiki í riðlakeppninni en tvö lið af þremur komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Þá tekur við útsláttarfyrirkomulag.Aðeins þrjú aukasæti fyrir Evrópu Ekkert hefur verið gefið út um skiptingu sæta á HM á milli heimsálfa. Erlendir fjölmiðlar hafa þó greint frá því að mögulega muni Evrópa fá þrjú af aukasætunum sextán sem í boði eru. Líklegt er að Afríka og Asía fái fjögur aukasæti hvor og Ameríkuálfurnar fái 2-3 aukasæti hvor. Þá gæti farið svo að Eyjaálfu verði tryggt sæti í keppninni en þurfi ekki að fara í gegnum umspil eins og áður.Stórauknar tekjur Infantino hefur áður sagt að HM eigi að stuðla að bættri knattspyrnu um allan heim og að ekkert auki áhuga meira á knattspyrnu í viðkomandi landi þegar lið þess kemst á HM. Hann sagði að ákvörðun ætti ekki að vera fjáhagslegs eðlis þó svo að tekjur FIFA af stærri HM myndu stóraukast. Samkvæmt rannsókn FIFA er búist við að heildartekjur sambandsins af 48 liða HM verði 638 milljarðar króna og aukist þar með um 62 milljarða króna.
Fótbolti Tengdar fréttir Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00