Hannes um orð forseta ÍSÍ: „Ég myndi aldrei svara félagi í mínu sambandi svona“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 09:55 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, er ekki alveg nógu ánægður með þau orð sem Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi aðspurður um gagnrýni KKÍ og Fimleikasambandsins er varðar fyrri úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Rétt ríflega 150 milljónum króna var útdeilt í síðustu viku en þar fékk KKÍ 18 milljónir króna sem er það mesta í sögu sambandsins. Aftur á móti vildi Hannes fá meira í ljósi þess að Handknattleikssambandið fékk tíu milljónum krónum meira með svipuð verkefni á árinu eins og fara með A-landslið á stórmót. Í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku sagðist Hannes vonast til að styrkur KKÍ úr Afrekssjóði myndi tvöfaldast við seinni úthlutun ársins í vor en þar verður 100 milljónum deilt niður á samböndin. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ sagði Hannes.Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, annar frá hægri, við úthlutun úr afrekssjóði.Vísir/VilhelmEkki alveg að átta mig á þessuSólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleiksambands Íslands, gekk mun lengra en Hannes og sagðist hreinlega fyllast vonleysi við að reyna að berjast fyrir sínu innan ÍSÍ. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins,“ sagði Sólveig við íþróttadeild 365. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, var spurður út í þessi viðbrögð KKÍ og FSÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann gefur lítið fyrir þau og finnst þau ekki til þess fallin að þessi sambönd fái meira við næstu úhlutun.„Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Hannes til viðtals og spurði Heimir Karlsson KKÍ-formanninn hvort hann túlkaði þetta eins og menn ættu bara að vera sáttir við sitt og halda sér saman. „Ég veit það ekki. Menn verða að túlka þetta eins og þeir vilja. Ég vil samt halda til haga að við vorum ekki að gagnrýna okkar úthlutun. Við fengum spurningu frá blaðamanni um okkar styrk og svöruðum henni. Við fengum næst mest allra og það mesta í sögu sambandsins og erum ánægð með það,“ sagði Hannes. „Við vorum spurð hvort við værum ánægði í ljósi þess sem önnur sambönd voru að fá og svo er ekki. Við gerðum ráð fyrir því að fá meira en allir formenn myndi segja að þeir vildu fá meira fyrir sitt afreksstarf.“ „Ég er ekki alveg að átta mig á þessu svari hjá honum [Lárusi]. Það verður hver og einn að túlka þetta fyrir sig en maður verður að passa hvað maður segir. Ég hefði kosið að hann hefði orðað þetta öðruvísi. Vði erum með öflugt fólk innan íþróttahreyfingarinnar og auðvitað hljótum við að mega tjá okkur. Sem formaður KKÍ myndi ég aldrei svara félagi í mínu sambandi svona,“ sagði Hannes S. Jónsson. Allt viðtalið við Hannes má heyra hér að neðan. Aðrar íþróttir Körfubolti Tengdar fréttir Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00 Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, er ekki alveg nógu ánægður með þau orð sem Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi aðspurður um gagnrýni KKÍ og Fimleikasambandsins er varðar fyrri úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Rétt ríflega 150 milljónum króna var útdeilt í síðustu viku en þar fékk KKÍ 18 milljónir króna sem er það mesta í sögu sambandsins. Aftur á móti vildi Hannes fá meira í ljósi þess að Handknattleikssambandið fékk tíu milljónum krónum meira með svipuð verkefni á árinu eins og fara með A-landslið á stórmót. Í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku sagðist Hannes vonast til að styrkur KKÍ úr Afrekssjóði myndi tvöfaldast við seinni úthlutun ársins í vor en þar verður 100 milljónum deilt niður á samböndin. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ sagði Hannes.Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, annar frá hægri, við úthlutun úr afrekssjóði.Vísir/VilhelmEkki alveg að átta mig á þessuSólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleiksambands Íslands, gekk mun lengra en Hannes og sagðist hreinlega fyllast vonleysi við að reyna að berjast fyrir sínu innan ÍSÍ. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins,“ sagði Sólveig við íþróttadeild 365. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, var spurður út í þessi viðbrögð KKÍ og FSÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann gefur lítið fyrir þau og finnst þau ekki til þess fallin að þessi sambönd fái meira við næstu úhlutun.„Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Hannes til viðtals og spurði Heimir Karlsson KKÍ-formanninn hvort hann túlkaði þetta eins og menn ættu bara að vera sáttir við sitt og halda sér saman. „Ég veit það ekki. Menn verða að túlka þetta eins og þeir vilja. Ég vil samt halda til haga að við vorum ekki að gagnrýna okkar úthlutun. Við fengum spurningu frá blaðamanni um okkar styrk og svöruðum henni. Við fengum næst mest allra og það mesta í sögu sambandsins og erum ánægð með það,“ sagði Hannes. „Við vorum spurð hvort við værum ánægði í ljósi þess sem önnur sambönd voru að fá og svo er ekki. Við gerðum ráð fyrir því að fá meira en allir formenn myndi segja að þeir vildu fá meira fyrir sitt afreksstarf.“ „Ég er ekki alveg að átta mig á þessu svari hjá honum [Lárusi]. Það verður hver og einn að túlka þetta fyrir sig en maður verður að passa hvað maður segir. Ég hefði kosið að hann hefði orðað þetta öðruvísi. Vði erum með öflugt fólk innan íþróttahreyfingarinnar og auðvitað hljótum við að mega tjá okkur. Sem formaður KKÍ myndi ég aldrei svara félagi í mínu sambandi svona,“ sagði Hannes S. Jónsson. Allt viðtalið við Hannes má heyra hér að neðan.
Aðrar íþróttir Körfubolti Tengdar fréttir Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00 Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00
Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15
Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti